Úrval - 01.03.1965, Síða 9
LAND SEKKJAPÍPANNA
7
lands og kom til Edinborgar klædd-
ur skozku pilsi. Þetta varð Skot-
um slík hvatning, að þeir tóku nú
sem óðast að klæðast hinum skozku
pilsum.
Sérhver Skoti, sem ber nafn ein-
hverrar af Hálandaættunum, hefur
réttindi til þess að bera hinn sér-
staka köflótta dúk ættarinnar. Hin
köflóttu, skozku efni keppa nú við
whiskyið um fyrsta sæti sem aðal-
útflutningsvara landsins. Amerísk-
ar menntaskólastúlkur virðast
hrifnastar af ættardúkum þeim, sem
ganga undir nafninu „Black
Watch“ eða „Royal Stewart". Þeg-
ar skozkur ættardúkur er ofinn,
eru 8 grunnlitir í lionum, og gera
þeir mögulega geysimikla tilbreytni
í vefnaðinum. Sérhvert mynztur,
sérhver kafli, er kallað „sett“, og
síðan eru þessi „sett“ endurtekin
í vefnum aftur og aftur, og úr verð-
ur skozkur ættardúkur, „tcrrtcin“.
,,Tartan“ gengur stundum undir
nafninu „plaid“, og er það rang-
nefni, því að „plaid“ er í rauninni
aðeins dúkræma úr „tartan“-efni,
sem borin er á annarri öxlinni og'
notuð sem einskonar herðakápa.
í Skotlandi er talað um whisk-
yið sem „hið innlenda vín“.iÞetta
er ensk þýðing á gaeliska orðinu,
„Uisquebaagh", sem þýðir vatn,
lifsvatn eða Htið vatn, og geta menn
hallað sér að þeirri þýðingu orðs-
ins, sem fellur þeim bezt í geð. Þótt
whisky sé framleitt um gervallt
Skotland, ræður þó eitt bruggfyrir-
tæki yfir mestallri framleiðslunni.
Það blandar hinar ýmsu tegundir,
setur vökvana á flöskur og festir
merki hinna ýmsu „uppskrifta“ á
flöskurnar.
Golfleikurinn er önnur skozk út-
flutningsvara, og er nafn þessa leiks
borið fram sem ,,gowf“. Einn golf-
völlur Skotlands hefur 19 holur.
Hann var gerður vegna þess, að iðk-
endur íþróttarinnar gátu aldrei hætt
leiknum fyrr en þeir höfðu leikið
„aðeins eina holu í viðbót“.
Allt, sem er háskozkt í eðli sínu,
birtist einna greinilegast á Háskóla-
mótunum. Það eru hátíðir, sem
einkennast af tónlist, íþróttum, lita-
dýrð og ýmsum erfðavenjum, svo
sem dönsum, sekkjapípublæstri,
ýmsum frjálsum íþróttum og
drykkju hins „innlenda víns“. Allt
virðist gerast samtímis á slíkum
mótum. Á grænum grasvelli, sem
er umkringdur tjöldum og fánum,
eru saman lcomnar ótal sekkjapipu-
hljómsveitir. Hlauparar hlaupa,
stangarstökkvarar stökkva, einstaka
sekkjapipusnillingar dansa blásandi
í kringum dansflokkana, og i miðri
hringiðunni kasta risavaxnir, pils-
klæddir menn til björgum, kasta á
milli sín trjábolum, sem eru á stærð
við símastaura og þeir kalla „cab-
ers“, og varpa 50 punda járnstykkj-
um hátt í loft upp. Iíeppendurnir
eru flestir fífldjarfir sveitastrákar.
Þeir fara frá einu mótinu á annað
og reyna þar krafta sína. Loka-
keppnin er svo haldin í Braemar
i viðurvist konungsfjölskyldunnar
í septembermánuði ár hvert.
Og í brekku einni rétt utan við
Braemar skynjaði ég eitt sinn hinn
sanna anda Skotlands. Það hvíldi
mistur yfir sýningarsvæðinu, en þó
virtist mistrið ekki ætla að breyt-