Úrval - 01.03.1965, Blaðsíða 25
ÞEFDÝRIÐ MÍTT, HANN NIKKI
23
Þegar ég kom heim til Willcox-
fjölskyldunnar, höfðu krakkarnir
raðað sér upp úti fyrir liúsinu til
þess að heilsa mér. Það var aug-
sýnilegt, að þeim hafði verið skipað
að vera kurteis og góð við þennan
litla gest sinn.
Strákarnir tveir voru yngri en
ég, en stelpan var á aldri við mig.
„Þykir þér gaman að dýrum?“
spurði hún.
„Mér þótti það einu sinni, en
ekki lengur,“ svaraði ég. Svo sagði
ég þeim söguna um kanínurnar.
Hún hlustaði á mig full samúðar.
„Það eru engir hundar á flækingi
hérna,“ sagði hún. „Þeir eru svo
hræddir við þefdýrin. Skógarnir
hérna í kring eru fullir af þefdýr-
um.“
„Gæti ég fengið að sjá þau?“
spurði ég ákafur.
„Já, í kvöld. Þau koma ekki út
úr skóginum fyrr en dimmt er
orðið,“ sagði eldri bróðirinn. Svo
bætti hann við: „Heyrðu annars,
þú ættir að veiða nokkur þefdýr
og fara með þau heim með þér. Þú
getur tamið þau, og þá þora liund-
arnir ekki að korna heim að hús-
inu ykkar.‘
Við horfðum hvor á annan um
stund og rákum síðan upp óp og
fórum að dansa Indíánadans. „Við
þurfum poka og vasaljós og svo
förum við með hundana hennar
Cairn frænku með okkur. Þeir geta
alltaf fundið þefdýr.“
Skyndilega greip mig efi. „Ætli
afi og amma leyfi mér að hafa þef-
dýr?“ spurði ég. „Er ekki alveg
hroðaleg lykt af þeim?“
„Það qr alls engin lykt af þeim,“
r
sögðu þau einum rómi. „Það kem-
ur lykt af manni, eftir að maður
hefur rekizt á þefdýr, en það er
engin lykt af þefdýrinu sjálfu."
Nú, þá var þetta ekki lengur neitt
vandamál. Telpan var sú eina, sem
var ekki alveg viss í sinni sök. Hún
bætti þvi við: „Þú ættir nú samt
ekki að kynna þau alveg strax fyrir
afa þínum og ömmu. Sumt fólk
kann ekki mjög vel við jiessa -lykt,
a. m. k. ekki fyrr en það hefur van-
izt henni.“
Strákarnir sögðu mér frá þvi,
hvernig veiða skyldi þefdýr: „Einn
dregur að sér athygli þefdýrsins,
á meðan annar læðist aftan að því
og kippir upp á því skottinu. Þef-
dýr getur ekki spýtt, á meðan jiví
er lialdið uppi á skottinu.“
„Hvernig veiztu það?“
„O, við höfum oft gert það. Á
„halloween“-deginum veiðum við
þefdýr og laumum þeim niður i
baðker hjá fólki. Og fólkið nær
þeim ekki úr baðkerunum, án þess
að þefdýrin spýti á það.‘