Úrval - 01.03.1965, Blaðsíða 68

Úrval - 01.03.1965, Blaðsíða 68
66 þangmjölgerðar, en klóþangmjölí er blandað í aðrar fóöurblöndur. Fleiri þangtegundir vaxa við ís- landsstrendur en algengastar eru: Bóluþang, skúfþang og klóþang. í neðri hluta fjörunnar, hér um bil frá hálfföllnum sjó og niður um fjörumark, vex viða mikið af hinum fornfrœgu sölvum (Rhodymenia palmata). Söl voru talsvert etin á fyrri öldum (sbr. Egilssögu og Grá- gás) þurrkuð og pressuð, af strand- búum og eyjaskeggjum í V.-Evrópu, Færeyjum, íslandi og Grænlandi. Ef söl er pressuð eða liggja lengi í dyngju, verða þau Ijós á lit og þak- in sætu, hvítu dufti, sem í er sykur- tegund (xylose). Sagt er, að í Bandaríkjunum séu söl yfirdregin með súkkulaðihimnu og seld sem eins konar brjóstsykur. Fénaður er mjög sólginn í söl. Frægar voru fyrrum sölvafjörurnar á Eyrabakka, í Vestmannaeyjum og í Saurbæ við Breiðafjörð. Gengu þá sölvalestir frá Eyrabakka upp i sveitir. Sölv- um þarf naumast að lýsa mikið; fersk eru þau rauð á lit, en blikna við þurrk. Söl eru flöt og þunn, dálítið klofin i endann. Utar í sjó vaxa þau oft á þaraleggjum. Stund- um blikna þau og fá jafnvel græn- leitan blæ, þegar haustar. Söl eru algeng á Atlantshafsströnd Evrópu allt norður í íshaf, en eru líka til í norðanverðu Iíyrrahafi. Við strendur Norðurlanda liafa þau fundizt allt niður á 15—24 m dýpi. Fjörugrös (Chondrus crispus) vaxa utarlega eins og sölin. Algeng- ust við Suðvesturland. Þau eru hörð viðkomu, hálfbrjóskkennd og þykkri en sölin, margkvíslótt, pur- ÚRVAt purabrún með ögn bláleitum blæ. Allbreytileg, oft 9—11 cm á hæð. Mjótt afbrigði verður öllu hávaxn- ara. Fjörugrös þykja góð til fóðurs og voru etin fyrrum líkt og söl og maríukjarni. — Sjávarkræða (Gig- artina mamillosa eða G. stellata) er allsvipað fjörugrösum, en auð- þekkt á því, að dálítil renna er öðr- um megin á henni, en fjörugrös eru alveg flöt. Vex á sömu slóðum. Erlendis eru fjörugrös og sjávar- kræða talsverð verzlunarvara, sem gengur undir nafninu „Karagen eða irskur mosi“. Þessir þörungar eru þurrkaðir og stundum bleiktir í sólskini og verða þá hálmgulir. Verzlunarvaran er notuð sem matar- lím, einnig til að gera öl o. fl. vökva tæra; sömuleiðis í berklalyf áður fyrr. Nú eru fjörugrös og sjávar- kræða notuð i vaxandi mæli í nær- ingarefnablöndur, og í pappírs- og fegrunarlyfjaiðnaði o. fl. Margir hafa dáðst að rauðleitum og græn- um sæhimnum, er skolað hefur á land. Þetta eru purpurahimnur og maríusvunta. Purpurahimna (Por- phyra umbilicalis) vex alls staðar kringum landið á steinum og klett- um í flæðarmáli. Þetta er purpura- brún, gljáandi himna, þunn, ekki slímug, talsvert teygjumikil og oft í nokkrum fellingum. Lengdin er 16—26 cm og breidd 4—36 cm. Önn. ur tegund (P. miniata) vex í fjöru- pyttum og neðan við fjörumarkið. Hún er miklu rauðleitari á litinn; getur orðið 29x43 cm á stærð. Purpurahimnur þykja mjög næring- armiklar fóðurjurtir, voru fyrrum hafðar til matar í Skotlandi. Wales- búar mala þær, gera úr deig og síð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.