Úrval - 01.03.1965, Blaðsíða 68
66
þangmjölgerðar, en klóþangmjölí
er blandað í aðrar fóöurblöndur.
Fleiri þangtegundir vaxa við ís-
landsstrendur en algengastar eru:
Bóluþang, skúfþang og klóþang.
í neðri hluta fjörunnar, hér um
bil frá hálfföllnum sjó og niður um
fjörumark, vex viða mikið af hinum
fornfrœgu sölvum (Rhodymenia
palmata). Söl voru talsvert etin á
fyrri öldum (sbr. Egilssögu og Grá-
gás) þurrkuð og pressuð, af strand-
búum og eyjaskeggjum í V.-Evrópu,
Færeyjum, íslandi og Grænlandi.
Ef söl er pressuð eða liggja lengi
í dyngju, verða þau Ijós á lit og þak-
in sætu, hvítu dufti, sem í er sykur-
tegund (xylose). Sagt er, að í
Bandaríkjunum séu söl yfirdregin
með súkkulaðihimnu og seld sem
eins konar brjóstsykur. Fénaður er
mjög sólginn í söl. Frægar voru
fyrrum sölvafjörurnar á Eyrabakka,
í Vestmannaeyjum og í Saurbæ við
Breiðafjörð. Gengu þá sölvalestir
frá Eyrabakka upp i sveitir. Sölv-
um þarf naumast að lýsa mikið;
fersk eru þau rauð á lit, en blikna
við þurrk. Söl eru flöt og þunn,
dálítið klofin i endann. Utar í sjó
vaxa þau oft á þaraleggjum. Stund-
um blikna þau og fá jafnvel græn-
leitan blæ, þegar haustar. Söl eru
algeng á Atlantshafsströnd Evrópu
allt norður í íshaf, en eru líka til
í norðanverðu Iíyrrahafi. Við
strendur Norðurlanda liafa þau
fundizt allt niður á 15—24 m dýpi.
Fjörugrös (Chondrus crispus)
vaxa utarlega eins og sölin. Algeng-
ust við Suðvesturland. Þau eru hörð
viðkomu, hálfbrjóskkennd og
þykkri en sölin, margkvíslótt, pur-
ÚRVAt
purabrún með ögn bláleitum blæ.
Allbreytileg, oft 9—11 cm á hæð.
Mjótt afbrigði verður öllu hávaxn-
ara. Fjörugrös þykja góð til fóðurs
og voru etin fyrrum líkt og söl og
maríukjarni. — Sjávarkræða (Gig-
artina mamillosa eða G. stellata)
er allsvipað fjörugrösum, en auð-
þekkt á því, að dálítil renna er öðr-
um megin á henni, en fjörugrös
eru alveg flöt. Vex á sömu slóðum.
Erlendis eru fjörugrös og sjávar-
kræða talsverð verzlunarvara, sem
gengur undir nafninu „Karagen
eða irskur mosi“. Þessir þörungar
eru þurrkaðir og stundum bleiktir
í sólskini og verða þá hálmgulir.
Verzlunarvaran er notuð sem matar-
lím, einnig til að gera öl o. fl. vökva
tæra; sömuleiðis í berklalyf áður
fyrr. Nú eru fjörugrös og sjávar-
kræða notuð i vaxandi mæli í nær-
ingarefnablöndur, og í pappírs-
og fegrunarlyfjaiðnaði o. fl. Margir
hafa dáðst að rauðleitum og græn-
um sæhimnum, er skolað hefur á
land. Þetta eru purpurahimnur og
maríusvunta. Purpurahimna (Por-
phyra umbilicalis) vex alls staðar
kringum landið á steinum og klett-
um í flæðarmáli. Þetta er purpura-
brún, gljáandi himna, þunn, ekki
slímug, talsvert teygjumikil og oft
í nokkrum fellingum. Lengdin er
16—26 cm og breidd 4—36 cm. Önn.
ur tegund (P. miniata) vex í fjöru-
pyttum og neðan við fjörumarkið.
Hún er miklu rauðleitari á litinn;
getur orðið 29x43 cm á stærð.
Purpurahimnur þykja mjög næring-
armiklar fóðurjurtir, voru fyrrum
hafðar til matar í Skotlandi. Wales-
búar mala þær, gera úr deig og síð-