Úrval - 01.03.1965, Side 26
24
Ég varð nú sannfærðari um það
en nokkru sinni fyrr, að Willcox-
fjöískyldan væri fyrirmyndarfjöl-
skylda í alla staði.
„Kannske ættir þú að kippa þef-
dýrinu upp á skottinu,“ sagði ég.
„Nei, við getum alltaf kippt þef-
dýrum upp á skottinu, já, hvenær
sem okkur langar til. En þú ert
gestur hérna, og mamma sagöi, að
við ættum að vera kurteis og góð
við þig,“ sagði eldri bróðirinn á
kveðinn.
Willcox-systkinin tóku það fram,
að það myndi spara okkur geysi-
legar óþarfa skýringar, ef við skýrð-
um engum frá fyrirætlun okkar.
Því horðuðum við kvöldmatinn
okkar steinþegjandi. Og svo lögðum
við strax af stað eftir kvöldmat.
Ég var i broddi fyllcingar. Skyndi-
lega heyrði ég hundana byrja að
gelta. Brátt kom ég auga á þá. Ég
sá lika eitthvað hvítt svifa á milli
þeirra rétt yfir jörðinni. Þegar ég
kom nær og beindi vasaljósi minu
að þessu fyrirbrigði, sá ég, að það
var þefdýr.
Það flýði burt, strax oð það kom
auga á mig. Hundarnir hlupu strax
i veg fyrir það, og þefdýrið stanz-
aði á nýjan leik, augsýnilega ákveð-
ið í að verjast. Þegar þefdýr hefur
tekið slíka ákvörðun, getur ekkert
fengið það til þess að breyta henni.
Indíánar, sem bjuggu sig undir
áhlaup, vöfðu þefdýrsskinnum um
ökkla sér til merkis um, að þeir
myndu aldrei flýja.
Þefdýrið hafði lyft skottinu, svo
að það stóð beint upp í loftið. Hviti
brúskurinn á skottendanum lafði
þó svolítið. Þegar ég nálgaðist,
ÚRVAL
stappaði það framlöppunum í jörð-
ina.
Einn af Willcox-krökkunum hvisl-
aði að mér: „Þetta er merki um,
að þvi sé alvara. Fyrst gefur það
merki með því að lyfta skottinu,
síðan með þvi að stappa niður fram-
fótunum. Svo þegar það hefur lyft
hvita hárbrúsknum aftast á skott-
inu, máttu vita, að þú færð ekki
fleiri aðvörunarmerki. Og svo mið-
ar það beint á þig og spýtir."
Ég gekk enn eitt skref fram á
við. Hvíti hárbrúskurinn þaut beint
upp i loftið. Svo breiddist úr hon-
um, og hann líktist nú pínulitlum
blævæng. „Stansaðu“! hrópuðu
allir krakkarnir einum munni.
Ég stanzaði. „Nú, hvað á ég að
gera næst?“
„Fáðu mér vasaljósið, og ég skal
bíða hérna og beina atliygli þess
að mér,“ sagði annar strákurinn.
„Nú skalt þú læðast aftur fyrir þef-
dýrið og kippa þvi upp á skottinu.“
Ég rétti honum vasaljósið og
læddist hægt að þefdýrinu aftan
frá. Svo þaut ég að því og greip
i hvelli um skottið á því. En þef-
dýriÖ var enn snarara í snúning-
um en ég. Það snarsneri sér við
og spýtti beint á mig úr báðum
kirtlunum. Ég fann eitthvað blautt
skella á kinn mér. En samtimis
hafði ég kippt þefdýrinu upp á
skottinu.
Næstum samtímis fann ég brenn-
andi sviða á kinn mér, líkt og á mig
hefði verið skvett brennheitu vatni.
Ég barðist við að ná andanum, líkt
og að mér hefði verið kastað tára-
gassprengju. Mér hafði þó tekizt
að kippa þefdýrinu á loft, Það