Úrval - 01.03.1965, Side 73

Úrval - 01.03.1965, Side 73
LITIÐ A ÞANG OG ÞARA 71 mikið öldurót við brimóttar strend- ur. Þörungarnir eru hálir sem álar, mjóvaxnir og mjög sveigjanlegir til að þola öldusogið; rammlega tjóðraðir niður með heftiþráðum. (Svifþörungar svífa lausir í sjón- um). Nú er rœtt um að iðnnýta þang og þara meira en gert hefur verið. Um langan aldur höfðu menn þang og þöngla til eldiviðar. I Vestmannaeyjum var jafnvel hverj- um bónda úthlutað ákveðnu stykki af fjörunni. Árið 1906 segir Helgi Jónsson: „í Hafnarfirði hefi ég séð allmikið þang í þurrki og mun því brennt þar til muna, og er mér sagt, að þangi sé brennt suður með öllum Faxaflóa. Nú eru menn byrj- aðir að brenna þara hér á landi til að vinna joð úr öskunni. Til mat- ar tóku menn auk sölva fjörugrös, einkum í Vestmannaeyjum og á Eyrarbakka og maríukjarna hafa menn matbúið víða“. Helgi Jóns- son rannsakaði þörunga við íslands- strendur árum saman og ritaði um þá doktorsritgerð: „Om Algeveget- ationen ved Islands Kyster“ 1910 og árið 1912 ritgerðina „The Mar- ine algal Vegetation of Island". Munu íslenzkir þörungar um það leyti hafa verið betur rannsakaðir en þörungar annars staðar á Norð- urlöndum. Á íslenzku skrifaði Helgi um ákvörðun og hagnýtingu þör- unga tvær ritgerðir í Búnaðarritið: „Nokkur orð um notkun sæþör- unga“ árið 1906 og Sæþörungar 1918. Hef ég notað nefndar ritgerð- ir sem heimildarrit. Ásgeir Torfa- son efnafræðingur efnágreindi all- marga sæþörunga, sbr. ritgerð hans: „Efnagreining nokkurra sæþör- unga“ i Búnaðarritinu 1910. „GULLNÁMUR" ÚTI 1 GEIMNUM Stjörnufræðingar hafa tilkynnt, að þeir hafi uppgötvað „útvarps- stjörnur" úti í geimnum, sem séu sterkustu stjörnur, er enn hafi veriö uppgötvaðar, hvað útgeislun snertir. Sú sterkasta af 24 slíkum „stjörn- um“, sem rannsakaðar hafa verið,. gefur frá sér orku, sem jafnast á við orku 20.000 milljóna sólna! Mannlegt ímyndunarafl getur varla gert sér í hugarlund né skilið slikar ofboðslegar orkubirgðir. Hefur þessi uppgötvun orðið til þess að þagga niður i mörgum þeim, sem hafa spáð Því, að mennirnir myndu verða uppiskroppa með eldsneyti og orku. Það getur tekið vísindin eina öld í viðbót að finna einhverja aðferð til þess að notfæra sér þessa furðulegu fjársjóði, sem uppgötvaðir hafa nú verið úti í geimnum, en það má í sannleika segja, að við enda regnbogans bíði gullið eftir mönnunum. S.M.T. Versti gallinn á einstaklingshyggjumönnum nútimans er sá, að Það er alltaf að verða erfiðara að þekkja þá í sundur. Carl H. Antczak
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.