Úrval - 01.05.1965, Page 6

Úrval - 01.05.1965, Page 6
4 ÚRVAL — að minnsta kosti við rannsóknar. skilyrði. En þótt undarlegt megi virðast, taki maðurinn aftur upp sína fyrri venju um svefntíma jafn- skjótt og tilraununum sé lokið. Tilraunir hafa verið gerðar með að skipta svefntímanum í tvennt á hverjum sólarhring — til dæmis fró 4 til 8 að morgni, og svo aftur eina eða tvær klukkustundir seinni hluta dagsins. Nokkrum, sem fylgdu þessari reglu, fannst þeir vera jafn glaðvakandi og engu þreyttari en þó þeir hefðu sofið 8 klukkustundir í einni lotu. Stungið hefur verið upp á regl- um um stuttar svefnlotur á þeirri forsendu, að svefninn sé dýpstur fyrstu ldukkustundirnar. Hins veg- ar hefur dr. Kamiya bent á, að ekki sé alveg víst að dýpsti svefninn veiti bezta hvíld. Nú erú til vélar, sem framleiða svefn — eða minnsta kosti með- vitundarleysi, sem líkist svefni -— bæði hjá dýrum og mönnum. Að- ferðin er aðallega fólgin í heila- ertingu með ofurveikum, síendur- teknum rafbylgjum. Til dæmis má koma hundi í svefn á nokkrum sekúndum með þessari aðferð. En jafnskjótt og lokað er fyrir raf- strauminn er hundurinn glaðvakn- aður aftur. „Hvort þetta er reglulegur svefn eða ekki er óleyst spurning,“ seg- ir dr. Kamiya. „Ég tel víst, að enn þurfi að framkvæma miklar rann- sóknir, áður en vér getum gengið úr skugga um, hvort þessi aðferð veitir eðlilegan svefn, eða hvort fullnægja megi svefnþörf vorri á þennan hátt. En ekki vildi ég full- yrða, að óhugsandi væri, að raf- bylgjur eða lyf gætu fullnægt svefn- þörfinni.“ Einn þáttur i rannsóknum dr. Kamiyas lýtur að þvi að komast að raun um, að hve miklu leyti sofandi maður heyrir og bregzt við hljóðum. Til þess að rannsaka þessa spurningu hefur hann og sam- verkamenn hans fundið upp mjög snjalla tilraun. Ofurlítill rofi er festur við fingurinn á einhverjum sjálfboðaiiða, sem er kallaður „Jim“. Þegar Jim er sofnaður i rannsóknarstofunni, er segulband sett af stað, sem á er tekin þessi skipun: „Hæ, Jim, þrýstu á rof- ann!“ Þessi skipun er endurtekin á svo sem 8 sekúndna fresti, alltaf ofurlítið sterkari í hvert sinn, þang- að til „Jim“ að lokum þrýstir á rofann. „Við höfum þegar komizt að ýmsum furðulegum niðurstöðum," segir dr. Kamiya. „Menn geta verið sofandi í allri venjulegri merk- ingu orðsins, og samt haft þvi nær eins næma heyrn og þeir væru glaðvakandi. „Slilc einföld tilraun eins og þessi leiðir ennfremur í ljós mörg þýð- ingarmikil tilbrigði, sem hjálpa til að skera úr um, hvað svefninn er í raun og veru. Til dæmis, eftir að hafa 3—4 nætur í röð aðeins end- urtekið skipunina að þrýsta á rof- ann, höfum vér náð vissu lokamarki hjá sumum tilraunamönnum vor- um. Þeir hætta alveg að gefa skip- uninni nokkurn gaum. Þannig virðist sumt fólk geta útilokað truflanir á svefni sínum, nákvæm- lega eins og New Yorkbúinn heyr-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.