Úrval - 01.05.1965, Síða 8
6
ÚRVAL
Margir vísindamenn telja, aíS
áhyggjur út af svefnleysi geri að-
eins illt verra. Hugsun og vöðva-
þensla valdi ertingu á vökumiðstöð
heilans.
Að tauta fyrir munni sér, „ég
er rétt að sofna“, veldur vöðva-
þenslu og er að jafnaði aðeins
sjálfsblekking.
Hvernig á að fara að þvi að
sofna?
Eitt ráð, sem oft er mælt með,
er það, að byrja á einhverjum viss-
um hluta likamans — segjum á
fótunum — og hugsa sér að vöðv-
arnir séu að slakna. Þeir séu al-
veg lausir og slakir. Halda svo
þannig áfram upp líkamann og
hugsa sér að vöðvarnir á bolnum,
höndunum, handleggjunum og jafn-
vel i andlitinu séu algerlega slakir.
Opna munninn lítið eitt svo að
kjálkavöðvarnir slakni.
Visindamenn telja það argasta
þvaður, sem breitt hafi verið heil-
mikið út manna á meðal um ágæti
einhverra fjaðradýna, sem gerðar
séu á vísindalegan hátt. Þeir benda
á, að mikill hluti mannkynsins
sofi á jörðinni — stundum á dýnum
og stundum á berri jörðinni. Tré-
koddar eru vinsælir í Japan og
fleiri löndum. Sofðu þess vegna á
því, sem þér fellur bezt við.
Sumum finnst þeir eiga hægara
með að sofna með nátthúfu á höfði.
Aðrir hafa óbilandi trú á að drekka
glas af heitri mjólk eða á rólegum
klukkutíma lestri. Taka má litla
skammta af barbiturötum eða öðr-
um svefnlyfjum — með því skil-
yrði að læknir þinn leyfi það. Því
að sé það gert að staðaldri, getur
það leitt til ofnautnar.
„En eru fjölmörg grundvallar-
atriði svefnsins, sem oss skortir
þekkingu á,“ segir dr. Kamiya.
„Vér getum ekki einu sinni sagt
með vissu, hvort vér þurfum nauð-
synlega að sofa 8 klukkustundir á
sólarhring." Enn eru fjölmargar
tilraunir og langvarandi rannsókn-
ir, sem bæði lifeðlisfræðingar, líf-
efnafræðingar, sálfræðingar og sál-
sýkisfræðingar verða að fram-
kvæma.
Meiri rannsóknir munu leiða í
ljós, hvort er eftirsóknarverðara,
meiri svefn eða lengri vaka.
• ’ Presturinn okkar bauð eitt sinn einum starfsbróður sínum úr annarri
l! “ sókn að flytja ræðu í kirkjunni okkar, og talaði prestur þessi um það,
’ ’ hversu maðurinn væri orðinn háður véltækni nútímans. Þegar hann
hafði mælt þessa setningu: „Maðurinn treystir í æ ríkara mæli á
vélarnar til þess að leysa af hendi störf, sem hann leysti eitt sinn
-*, sjálfur af hendi," þá þagnaði hann skyndilega.
„Getur fólkið þarna á öftustu bekkjunum heyrt til min?“ spurði
hann svo skyndilega. „Ég var einmitt núna að taka eftir því, að ég
hef engan hljóönema!" Joffrey S. Comlossy