Úrval - 01.05.1965, Side 18
BJÖRNINN
OG
MAÐURINN
Tengsl bjarndýra og manna á Norðurlöndum
hafa frá fyrsln tíð verið náin og hér á landi eymir alltaf
eftir af þessu, gamall arfur frá forfeðrunnm.
Eftir Alwin Pedersen.
/TwTsTTw C
*
$
*
YRR A OLDUM hafa
verið náin tengsl milli
bjarndýra og manna
á Norðnrlöndum, eins
mmm og' fram kemur af
rúnaáletrunum frá járnöld. For-
feður okkar virtu björninn sem
veru, er stóð þeim jafnfætis í mót-
setningu við úlfinn og jarfann,
er menn hötuðu sem djöfulinn
sjálfan holdi klæddan. Þegar
menn höfðu ráðið niðurlögum
bjarndýrs fylgdi nokkurs konar
helgisiðaathöfn á eftir drápinu.
Tilgangur þessarar bjarndýradýrk-
unar, sem við kynnumst bezt með
hjálp kalevala-rúnanna, var m.a.
sá að fá aðra birni til þess að leyfa
veiðimanninum að fella þá með
hjálp ])ess heiðurs, sem hinum
fallna birni var sýndur. Þar að
auki var guðunum færð þökk með
athöfn þessari, guðunum, sem
höfðu skapað dýrið og veitt mönn-
unum styrk og hugrekki til þess
að yfirvinna þessa voldugu og ótta-
lausu skepnu.
Síðan hefur álit manna á þessu
stærsta rándýri Evrópu breytzt
æði mikið. Ekki gátu menn þolað
nærveru þess á þeim stöðum, þar
sem kvikfjárrækt var stunduð. Og
því var öllum leyft að drepa dýr
þetta hvar sem var, og þar að auki
voru greidd verðlaun í beinhörð-
um peningum fyrir drápið. Nýj-
ustu rannsóknir á hegðun bjarn-
dýra hafa reyndar sýnt, að for-
feður okkar liljóta að hafa þekkt
dýrin vel og að dýr þessi eru yfir-
leitt alls ekki eins gráðug og hættu-
leg rándýr og menn hafa lengi og
oft álitið þau vera.
Nú á dögum óttast bjarndýrin
mennina meira en nokkuð annað
á jarðríki.. Hvar sem þau rekast
á slóð manna, reka þau upp hvæs-
andi og rymjandi hljóð, er gefa
16
— Vor Viden