Úrval - 01.05.1965, Blaðsíða 26
24
ÚRVAL
kjálkaholum og auðveldar lækningu
brunasára. En það, sem ef til vill
má telja mikilvægast, er sú verkun
efnisins að geta flutt önnur lyf
gegnum slímhúSir, sem hingaS til
hefur reynzt ókleift að komast í
gegnum, og til þeirra staða manns-
líkamans, sem óaSgengilegastir eru.
Margir vísindamenn láta ennþá
í ljós efasemdir varðandi þetta lyf
— „þetta lætur i eyrum, eins og
slönguolia Indverja,“ segir einn
þeirra. Og ekki hefur efnið verið
samþykkt af matvæla- og lyfja-
eftirliti Bandaríkjanna, nema sem
tilraunalyf. En í seinni tíð hefur
ekkert lyf vakið eins mikla eftirtekt
og bjartsýni. Nú er það notað í til-
raunaskyni við um það bil sex
læknaskóla og við tvö þúsund aðrar
sjúkrastofnanir; og rannsóknar-
stöðvar víða um heim hafa óskað
eftir að fá það.
Dr. Edward Rosenhaum í Port-
land, Oregon, sem er meðal fremstu
sérfræðinga í gigtarsjúkdómum, var
einn af þeim fyrstu, er fór að snú-
ast hugur og tók að meta gildi þessa
lyfs. Hann segir: „Um þessar mund-
ir fer fram meiri grundvallarrann-
sókn á DMSO en svo að segja
nokkru öðru lyfi.“
Formælendur DMSO segja, að
svo geti farið, að þetta efni verði
talið til helztu framfara á sviði
læknisfræðinnar til jafns við upp-
götvun asprins, insulins, sulfa-
lyfjanna og cortisone. Dr. Stanley
Jacob, aðstoðarprófessor í skurð-
lækningum við læknadeild Oregon
háskólans, lét svo um mælt af nokk-
urri hreykni: „Verði svo fram-
vegis sem hingað til, að efnið sýni
engar alvarlegar eiturverkanir —
og til þessa hefur það engum skaða
valdið nema vægum útbrotum á
hörundi í nokkrum tilfellum —
mun það reynast gagnlegt við næst-
um því öllum sjúkdómum, sem
maðurinn þekkir.“
Eiturverkanaprófanir, sem gerð-
ar hafa verið á feikilega viðkvæm-
um lífverum svo sem hrognum og
sæði igulkersins, og á öðrum
venjulegri tilraunadýrum, hafa leitt
í ljós, að um engin skaðleg áhrif
er að ræða af lyfinu, og hafa stjórn-
arvöldin þvi leyft áframhaldandi
tilraunir á mönnum. „flinsvegar,“
segir Dr. Rosenbaum, „er hér um
að ræða algjörlega ný grundvallar-
atriði varðandi sjúkdómsmeðferð,
og við höfum engin fordæmi lil
að fara eftir, og erum því enn að