Úrval - 01.05.1965, Síða 27
UNDRALYFIÐ DMSO
25
þreifa okkur áfram að því er tek-
ur til skammta og styrkleika lyfs-
ins.“
Rosenbaum læknir hefur orðið
fyrir ýmsu við tilraunir sínar með
DMSO og margt af því undarlegt
og ekki alveg snurðulaust. Sem
dæmi má nefna, að ekki alls fyrir
löngu kom til hans á sjúkrahúsið
maður, sem þjáðist af sársauka-
fullri liðaveiki í stóru tánni. Táin
var eldrauð, afar aum og ógurlega
bólgin. Rosenbaum fékk leyfi sjúkl-
ingsins til að reyna DMSO — en
þess er stranglega krafizt af stjórn-
arvöldunum, að fengið sé leyfi við-
komanda, þegar um tilraunalyf er
að ræða. Hann bar þennan heldur
þefilla vökva á tána, beið síðan
nokkra stund og bjóst við eittlivað
betri líðan sjúklingsisn innan hálfr-
ar klukkustundar eða ])ar um bil.
Ekkert gerðist. Hann beið aðra
klukkustund. Enn var verkur i
tánni og hún rauð og bólgin. Von-
svikinn sendi læknirinn sjúkling-
inn heim.
Um kvöldið brauf Rosenbaum
læknir heilann um þessa misheppn-
uðu tilraun. Næsta morgun kallaði
hann sjúklinginn aftur til sín á
lækningastofuna, en í þetta sinn
bar hann vökvann á allan fótinn.
Svo að segja samstundis fór að
draga úr bólgunni, verkurinn
minnkaði og sjúklingurinn gekk
livatlega út. Rosenbaum veit ekki
enn hvers vegna seinni meðferðin
tókst vel en sú fyrri brást, en hann
grunar að seinni aðferðin kunni að
hafa opnað fleiri æðar og hafi
þannig veitt hurtu vökvum frá
bólgnu tánni.
Annað furðulegt tilfelli var
hjúkrunarkona á hæli Rosenbaums
læknis, en hún bað hann að prófa
DMSO á olnboga hennar, sem var
stokkbólginn og funheitur af gigt
í liðnum. Læknirinn bar litið eitt
af vökvanum á arminn, en þvi sem
næst um leið komu sársaukafull
útbrot á hörundið. Hann var marg-
ar vikur að komast að því, hvern-
ig á mistökunum stóð i þessu til-
felli. Rétt áður en hann bar DMSO
á arminn hafði hjúkrunarkonan
þvegið sér handlegginn með vissri
sáputegund, sem síðar kom í ljós,
að hún hafði svolitið ofnæmi fyrir.
Rosenbaum hugsaði sem svo, að
sakir smugueiginleika síns, hefði
DMSO efnið fært frumeindir sáp-
unnar inn á viðkvæmnu svæðin
undir húðinni og þannig valdið út-
brotunum. Þegar efnið var borið á
arminn í annað sinn — án sápu
— kom batinn.
Sem lyf við liðaveiki — en hún
er í rauninni sambland margra
sjúkdóma en ekki aðeins einn —
hefur árangurinn af notkun DMSO
verið mismunandi. Það gefur
undraverðan bata í sumum tilfell-
um, en engan í öðrum. En af öll-
um þeim sjúkdómum, sem efnið
hefur verið reynt við, hefur það
þó gefið mest fyrirheit sem lyf við
sjúkdómi, sem er náskyldur liða-
veiki. En það er belgbólga (bursit-
is), sem er bólga i sinabelg eða
rennibelg (bursa), er liggur um-
hverfis liðinn. Hver sá, sem kvelst
af sinábelgbólgu í öxl, getur sett
sig i spor læknis i Portland, sem
leitaði til Rosenbaums læknis dag
einn í marzmánuði síðastliðnum.