Úrval - 01.05.1965, Qupperneq 30
28
ÚRVAL
dauða. Tré, sem nærri voru dauð
úr því, sem kallað hefur verið „æða-
tæring“ voru lífguð við með DMSO,
og virtist efnið losa stíflur úr rás-
um þeim, sem tréð fær næringu
gegnum frá rótinni. Sár á trjánum
voru einnig læknuð fljótt með því
að bera á þau DMSO.
Herchler hreyfst af þessum á-
rangri. Hann hugsaði sem svo, að
úr því að efnið átti svona auðvelt
með að smjúga gegnum jurtahimn-
ur, kynni það ef til vill að geta
gert hið sama í mannslíkamanum.
Hann fór á fund Dr. Stanley Jacob,
er starfaði við læknadeild Oregon
háskólans þar í grend að frystingu
og geymslu nýrna til endurgræðslu,
og samþykkti læknirinn að nota
efnið i óblönduðu ástandi við til-
raunir á dýrum.
Tilraunirnar sýndu hrátt, að væri
DMSO sett i blöðrur dýranna átti
það hægt með að komast gegnum
blöðruvegginn og flytja litarefni
og lyf um allan kropp dýrsins.
Svipað gerðist, er DMSO og blátt
litarefni var sett í ker með fingur-
stórum löxum. Brátt kom blái lit-
urinn fram í fiskinum og líffærum
hans.
Hrifning liinna tveggja vísinda-
manna fór sívaxandi. Er Stanley
læknir hugsaði um það, hvernig
DMSO hefði stuðlað að lækningu
sáranna á trjám Herchlers, reyndi
hann lyfið á rottum, sem fengið
höfðu brunasár. Rottur, sem beitt
var við venjulegum læknisaðferð-
um, dóu; liinar, sem fengu DMSO
meðferð, þ.e. efnið var borið á
brunasár þeirra, lifðu af brunasár-
in og virtust vera lausar við sárs-
auka. Þetta var fyrsta bendingin
um kvalastillandi möguleika DMSO,
er komið liafði fram i heimi lækn-
isfræðinnar.
Ekki leið á löngu þar til Stanley
læknir fékk tækifæri til að prófa
þessa uppgötvun á mannveru. Viku
eftir tilraunirnar með rotturnar,
brenndist Herchler illa á enni og
báðum höndum af sinnepsgasseitur-
tegund, er liann hafði verið að
vinna með. Hann kallði á Stanley
lækni og tilkynnti honum næstum
glaðlega, „ég vil verða mennskt
tilraunadýr fyrir DMSO.“
Stanley læknir bar efnið fyrst
á vinstri hendi Herchlers, en lét
hægri höndina og ennið eiga sig
„til öryggis“. Eftir nokkrar mín-
útur var verkurinn og bólgan far-
inn úr vinstri hendinni, sem bor-
ið var á, en i hægri hendinni og
enninu var enn verkur og bólga.
„Þá var það,“ sagði Herchler, „að
okkur var ljóst, að við værum með
eitthvað undravert í höndunum."
Þetta átti sér stað fyrir tveim
árum. Eftir að gefnar höfðu verið
skýrslur um, að DMSO ylli engum
eiturverkunum, samkvæmt tilraun-
um, gerðum á dýrum, fengu Crown
Zellerbach fyrirtækið og Oregon
háskólinn heimild frá matvæla- og
lyfjaeftirlitinu til að gera takmark-
aðar tilraunir með lyfið á lækn-
ingastofum.
Við frekari tilraunir komst
Stanley Jacob læknir að því, að
DMSO vann á verk og bólgu í
krömdum fingrum, íþróttameiðsl-
um og því um líku. í októbermán-
uði síðastliðnum gaf hann Rosen-
baum lækni skýrslu um árangur-