Úrval - 01.05.1965, Síða 32
30
ÚRVAL
rannsóknir haifi verið gerðar á
þessu sviði, virðist DMSO borið á
nefið, eyða einkennum venjulegs
kvefs í tvœr eða þrjár klukkustund-
ir. Það læknar ekki þennan kvilla,
en nefstifla og rennsli hverfa
greinilega. „Siðar,“ segir Stanley
Jacob, „fáist lyfið viðurkennt af
stjórnarvöldunum til notkunar inn-
vortis, býst ég við að jafnvel betri
árangur náist með því að úða lyf-
ínu inn i nefið.“
SKÚTABÓLGA (sinusitis). Þótt
rannsóknir á þessu sviði séu einn-
ig stutt komnar, hefur lyfið sýnt
sama árangur, einnig þegar það
var notað við algengu kvefi, að því
tmdanskildu, að batinn endist leng-
ur. Hjá nokkrum sjúklingum entist
hann allt að þvi nokkra daga með
því að bera það einu sinni á bör-
undið yt'ir nef og kjálkaholum.
BRUNASÁR. Þegar DxMSO er not-
að við annarrar gráðu (yfirborðs)
brunasár linar það ekki aðeins
þrautir beldur hindrar líka blöðru-
myndun. Þegar um er að ræða
þriðju-gráðu brunasár (en þá er
húðin sviðin alveg i gegn og deyr)
virðist DMSO verka bakteríudrep-
andi, auk annarra læknandi áhrifa.
Ekki drepur það bakteríur á sama
hátt og penicillin gerir það, en í
tilraunaglösum að minnsta kosti,
hefur það dregið úr bakteríuvexti.
LIÐAGIGT. Rosenbaum og Jacob
skýrðu frá þvi í læknatímariti,
að þeir hefðu séð bata og framför
hjá nokkrum sjúklingum, sem þjáð-
ust af vissum tegundum liðagigtar.
Hins vegar kveðst Dr. Daniel Bach-
man, forstöðumaður gigtsjúkdóma-
deildar Iæknastofnunar Oregon há-
skólans, hafa uáð litlum árangri
hingað tii með notkun DMSO við
illkynjuðu og langvarandi gigtar-
tilfelli i sjúkrahúsi skólans. Dr.
Rosenbaum lítur á DMSO aðallega
sem hjálparmeðal með öðrum lækn-
ingaaðferðum, sem nú er beitt, við
flestar tegundir liðagigtar.
MEIDSL. Svo miklu lofar DMSO
á þessu sviði, að Dr. Rosenbaum
iætur þannig um mælt: „Ávalt mun
verða að nota þetta lyí samkvæmt
lyfseðli eða samkvæmt læknisráði.
Ástæðan er sú, að það getur á svo
áhrifamikinn hátt dulið orsakirnar
fyrir þrautum, að myndu leikmenn
nota það, gæti svo farið, að sjúkl-
ingur gengi á hrákuðum ökkla, við
skulum segja, án þess að gera sér
grein fyrir þvi. Lyfið ætti að geta
orðið sérstaklega áhrifaríkt við
íþróttameiðslum. Ef Sonny Liston,
til dæmis, hafði raunverulega verk
i arminum, eins og hann hélt fram
i linefaleikakepninni við Cassius
Clay, þá hefði ekki þurft annað
en að læknir hans hefði borið
DMSO á arminn, og þá hefði Sonny
getað haldið áfram barsmiðinni."
Þegar hins vegar á allt er litið
hefur DMSO ekki verið dæmt gott
og gilt. Það þarf að minnsta kosti
eitt ár enn til að ljúka eiturverkana-
athugunum og hinum takmörkuðu
tilraunum á sjúkrahúsum, þar til
leyft yrði að gera víðtækari til-
raunir með DMSO á mönnum. Þá
inunu mikilvægustu eiginleikar
efnisins verða rannsakaðir — svo
sem hvaða lækningamöguleikum
það kann að búa yfir við vefja-
hörðnun, æðakölkun og hitabeltis-
sjúkdómum, sem hingað til hafa