Úrval - 01.05.1965, Side 33
UNDRALYFIÐ DMSO
31
staðizt öll sterkustu vopn, er lækn-
isfræðin hefur haft yfir að ráða.
Beðið er með mestri eftirvænt-
ingu árangurs þeirra tilrauna með
DMSO, er taka til „flutningshæfni"
efnisins, eða eiginleika þess að
geta borið ýms önnur lyf með sér
til þeirra staða í mannslíkaman-
um, sem erfitt er að komast að.
Dr. David Jackson við læknadeild
Oregon háskólans hefur til dæmis,
þegar sýnt fram á, að DMSO er eina
þekkta efnið, sem getur farið í
gegnum himnurnar, sem umlykja
heilann. Þar til nú hei'ur verið
erfitt að fást við heilasjúkdóma
svo sem heilahimnubólgu og æxli,
vegna þess að sýkladrepandi lyf
og æxlaeyðandi lyf komast ekki í
gegnum hina svokölluðu „blóð-
heila hindrun“. Ef DMSO lcemur
þeim þar i gegn hefur opnazt al-
gjörlega ný leið til að lækna þessa
sjúkdóma.
Þegar Dr. Rosenbaum ræðir
„flutningshæfni" DMSO minnist
hann einnig á möguleika þess til
að geta dregið úr eiturverkunum
annarra lyfja. Hann segir, að corti-
sone sem eitt þeirra, valdi hættu-
legum aukaverkunum, þegar það
er gefið í stórum skömmtum til að
koma litlu magni til ákveðinna
staða í líkamanum. Hann segir:
„Með því að færa okkur i nyt hæfni
DMSO til að komast skjótlega gegn-
um himnur líkamans er mögulegt
að við gætum ncitað það til að
flytja smáskammta af cortisone
örugglega á tiltekinn stað og ef
til vill auka gildi cortisone hundr-
aðfalt.“
En efni þetta heldur áfram að
vera umdeilt, og enginn veit í
rauninni hver framtíð þessa undra-
verða nýja efnis kann að verða í
læknavísindunum. Dr. Rosenbaum
vill segja aðeins þetta: „Þótt ekki
sé annað, þá höfum við sannað,
að efni með þessa eiginleika er til,
og við höfum komizt niður á al-
gjörlega ný grundvallaratriði fyrir
læknisaðgerðum. Þetta er nýtt
verkfæri. Þar sem við höfum áður
hamar og sög, höfum við nú meit-
il. Jafnvel þótt DMSO falli fyrir
borð, vita læknavisindin nú að
minnsta kosti, að lyf getur síazt
inn í líkamann, og að annað efni
mun koma í leitirnar. Svo mér er
rétt sama hvað spottararnir segja.
Við höfum opnað ókunnar dyr —
og ég lield, að jafnvel spottararnir
muni fara um þær.“
>ráöC«3«Oi88S08888K
Ég var að gera jólainnkaupin nýlega og heyrði þá afgreiðslumann
spyrja lítinn dreng að því, hvað hann vildi að jólasveinninn færði
honum í jólagjöf. Það færðist gleðibros yfir andlit drengsins, er hann
svaraði ákafur: „Lítinn bróður.“ Er móðir hans heyrði þessa ósk hans,
klappaði hún honum á kollinn og sagði blíðlega við hann: „Ég er bara
hrædd um, að það séu ekki eftir nógu margir innkaupadagar til.jóla,
elskan.“ Dannie Hammett