Úrval - 01.05.1965, Page 34
Eftir séra Jón Auðuns dómprófast.
Viljið þér einnig
fara burt?
Útvarpspredikun flutt í Dómkirkjunni 28. marz 1965.
ESSI fyrsta fráhvarfs-
saga kristnisögunnar
varð fyrirboði þess,
sem margsinnis liefir
síðar gerzt en aldrei
í eins stóruin stíl og á vorum dög-
um. Það er hverjum ljóst, sem hefir
snefil af þekkingu á hag kristn-
innar i dag.
„Viljið þér einnig fara burt?“ -—
það er sársauki i þessum orðum
Jesú, en hvað væri nú? Menn tala
um afkristnun sem nútimafyrirbæri
næsta nýtt. En það er öðru nær.
Afkristnun vestræna heimsins hófst
í byrjun 18. aldar, þótt geigvæn-
legar sé málum komið nú en fyrr.
En hvernig má spyrna við fæti?
Hvernig verður undanhaldinu snú-
ið i sókn?
Gætum þess, sem er að gerast á
öðrum sviðum andlegra menning-
armála i dag. Af því kann eitthvað
að vera að læra.
Formleysa nútímatónlistar er
leit — e. t. v. fálm, en áreiðanlega
leit að formum nýrrar tjáningar,
sem nái eyrum samtíðarinnar. Ég
cr ekki að mæla því bót, að menn
láta góðan listamann túlka Bach
fyrir auðum sætum liér í Dómkirkj-
unni en fylli salarkynni, þegar
elektrónískur hávaði er framinn
og skrölt. Ég er ekki að mæla því
bót, að horfið sé frá öndvegismeist-
urum til listgutlaranna, frá ofur-
mennskunni til meðalmennskunnar
eða niður fyrir hana. En leitin að
nýjum tjáningaformum er um það
til fyrirmyndar, að hún sýnir líf
og lifsvilja.
Jafnhliða því, að listtúlkunin og
listsköpun hverfa frá gömlum form-
um og ganga óháð þeim inn i nýja
framtíð, samtímis velja túlkendur
trúarbragðanna þá þveröfugu leið,
að sívaxandi er sú tilhneiging
þeirra, að keyra flest i fjötra gam-
alla kennisetninga, steinrunninna
og úreltra forma söngs og siða.
Vel má vera, að túlkendum nýrra
lista mistakist á vorum dögum,
en þeir eru að reyna að syngj'a
sínum guði mjjan söng. Túlkendur
trúarbragðanna reyna aftur á móti
að blása lífi i sínar kulnandi glæð-
ur með því að endurvekja gamalt
grallarasöngl og kyrja það en ekki