Úrval - 01.05.1965, Síða 36
34
ÚRVAI
hlytu að vera af kristilegum upp-
runa, hann hafði aldrei heyrt þess
getið að krossinn var trúartákn
þúsundum ára fyrr en Kristur helg-
aði hann og gaf honum dýpra, há-
leitara innihald en nokkur hafði
áður gjört.
Það er styrkur kristindómsins en
ekki veikleiki, að hann einangraði
sig ekki, heldur tók upp og til-
einkaði sér sumt hið verðmæt-
asta frá öð’rum trúarbrögðum og
menningarstarfi, meðan hann var
að mótast. Frá Gyðingum tók hann
dýran arf hreinlifishugmynda og
trúar á einn guð. Frá Grikkjum
hlaut hann háleitan arf heimspeki
og lista, sem Gyðingar áttu ekki.
Frá Rómverjum fékk kirkjan arf
reglu, laga og réttar. Frá austræn-
um trúarbrögðum fékk kristnin
dýrmætan arf dultrúar, innileika
og tilbeiðslu, — bæði óbeint gegn
um Gyðingdóminn og beint frá
„mysteríunum“, launhelgunum, en
frá þeim eru sakramenti kirkjunnar
komin og lausnarhugmyndir sum-
ar. Svo víðs fjarri fer því, að krist-
indómurinn sé einangrað eða ein-
stætt fyrirbrigði i trúarbragða-
heiminum, — og söguna má segja
lengri:
Það er sama og órannsakað enn,
hvern arf kristnin tók frá norrænni
heiðni og gömlum, germönskum
trúararfi, þegar hún tólc að festa
rætur hér nyrðra. Áhrif heiðninn-
ar á goðakirkjuna gömlu, farsæl-
asta skeið íslenzkrar kristni, voru
mikil. Og svo hefir verið um beztu
kristnu menn hér, að gamli, for-
kristilegi arfurinn átti i þeim rík
ítök. Mesta trúarskáld vort við hlið
sra Hallgríms, sra Matthias, hefði
eins getað sagt um sjálfan sig það,
sem hann kvað um dr. Guðbrand í
Oxford látinn:
Hávamál nær höfði,
Heimskringla nær brjósti,
en við hjartað hvíldu
Hallgríms ljóðin dýru
Svo mátti um sra Matthías sjálf-
an segja, og svo rennur saman í af-
reksmönnum vorum öðrum arfur
kristninnar, úr ýmsum áttum kom-
inn, og trúarfundurinn gamli, ger-
manski.
En til þess að koma auga á þetta
og láta það móta krisstið trúboð
og setja kristinndóminn í rétta af-
stöðu til annarra trúarbragða og
ævaforns, allsherjar trúararfs
mannkyns, verður að leysa kirkj-
una úr viðjum þess glórulausa ein-
strengingsháttar, umburðarleysis og
trúarhroka, sem er gyðinglegur arf-
ur í dótturtrúarbrögðum Gyðing-
dóms báðum: Kristindómi og Mú-
hameðstrú eða íslam. Hin óskap-
lega „intolerance“ Gyðingdómsins
hefir valdið meiri bölvun og fjand-
skap í heiminum en nokkur veit.
í þessum gyðinglega trúararfi liggja
rætur þess, að ekki er nóg með
það, að kristindómurinn telur sig
einan geta frelsað mannsálirnar frá
eilifu helvíti, heldur halda einnig
kirkjudeildir kristninnar þessum
blygðunarlausu hugmyndum um
sjálfár sig fram, hvor gegn annarri.
Vegna þessa eru margir ágætustu
menn utan allra kirkjudeilda, og
þessi gyðinglegi arfur umburðar-
leysis og trúhroka orkar á ýmsa
menn likt og á Victor Hugo, sem