Úrval - 01.05.1965, Page 43
ÞEGAR TELPAN VERÐUR AÐ KONU
41
okkur orðið ljóst, að hver fruma
í líkamanum inniheldur litninga,
sem ákveða hvort eigandi likam-
ans er karlmaður eða kona, og þótt
hægt sé að bregða hulu yfir þetta
starf frumanna með menntun og
umhverfi, er ekki hægt að upp-
ræta það.
Griska hetjan Akkílles var alin
upp sem sti'dka meðal konungs-
dætra, en þegar hann heyrði lúðra-
blástur og vopnaglamur utan við
höllina, lét hann gimsteinana og
glingrið, sem enn fyllti huga fóst-
ursystra hans, lönd og leið, en
greip þegar í stað skjöld og spjót.
Þannig kom hann upp um kyn-
ferði sitt fyrir hinum slóttuga
Ódysseifi, sem einmitt í þeim til-
gangi hafði staðið fyrir öllu sam-
an. Löngu áður en litla stúlkan
skilur, á sama hátt og hinir full-
orðnu, hvað felst i því að vera
kvenkyns, kemur luin upp um kven-
eðli sitt með smekk og hegðun.
Hún er reiðubúin að verða kona.
Eftir birtingu fyrstu einkenna
kveneðlisins, verður myndin ó-
skýrari. Leikur fimm ára stúlka
sér oftast með brúður? Þarf hún að
hafa eitthvað til að hlúa að? Eitt-
hvað, sem hún getur gengið í móð-
urstað? Hefur hún áhuga fyrir föt-
um? Eða er liún drengjaleg? Ég
held að svörin séu að svo miklu
leyti komin undir fjölskylduum-
hverfi, að ekki sé hægt að svara
þessari spurningu, nema með mjög
umfangsmiklu meðaltali. Fjögurra
fimm og sex ára barn hefur nóg
að gera við að uppgötva sérein-
kenni sín sem einstaklings, og í
þeirri mikilvægu rannsókn verður
kynferðið aðalatriði eða aukaatriði
eftir þörfum.
KYNFERÐISLEGT IILUTVERK
Til dæmis getur einkadóttirin í
strákafjölskyldu yfirdrifið kven-
leik sinn til þess að undirstrika
sérstöðu sína í systkinahópnum.
Eins getur stúlka á sama aldri, önn-
ur eða þriðja i dætraskaranum,
tamið sér karlmannlega hætti, svo
hún hverfi ekki í skuggann. Hvort
sem er piltur eða stúlka, getur barn-
ið komizt að raun um, að það vek-
ur mesta athygli foreldra sinna
með þvi að leggja áherzlu á eða
draga úr eðlilegu kynferðishlut-
verki. Hvor aðferðin, sem notuð
er, mun oftar notuð til árásar, en
sátta. Drengur, sem semur illa við
föður sinn, getur beinlínis reynt
að gera sem minnst úr karlmanns-
einkennum sínum, til þess að gera
litið úr föðurnum. Ef honum
finnst hann eiga eitthvað óuppgert
við móður sína, er líklegt að hann
yfirdrífi karlmannseinkenni sín
verulega.
Að meðaltali hafa stúlkur milli
fjögurra og tíu ára meiri áhuga
en bræður þeirra fyrir fötum, brúð-
um og heimilishaldi, en minni fyrir
vélum, smíðasettum, bílum, járn-
hrautarlestum og íþróttum, og stúlk-
ur á þessum aldri finna oftast meira
til sjálfra sín, vegna þess að þær
hafa miklu meiri þjóðfélagstilfinn-
ingu. Þeim er áfram um að ná því
fullorðinsstigi, sem drengir virðast
varla vita af. Það skiptir Jón mjög
miklu máli, að móðir hans geri ekki
$jálfa sig og hann hlægileg í aug-
um félaga hans, með þvi að sýna