Úrval - 01.05.1965, Side 52

Úrval - 01.05.1965, Side 52
50 ir af verkum nokkurra málara, sem þá voru litt þekktir — og hétu Van Gogh, Gauguin, Matisse og Picasso. Kaupmennirnir keyptu mikið af myndum þessara málara, og án þess að þeir gerðu sér grein fyrir því, höfðu þeir eignazt mesta safn í heimi af elztu verkum þessara snillinga. En eftir að heimsstyrjöldin skall á 1914 var loku skotið fyrir frekari málverkakaup rússnesku kaup- mannanna. Síðan kom byltingin 1917, sem gerbreytti öllu í Rúss- landi. Stjórnarvöldin gerðu safn kaupmannanna upptækt. í málverkaskrá Vetrarliallarinnar eru taldir margir tugir mynda eftir Matisse, 31 eftir Picasso, 14 eftir Gauguin, 10 eftir Cézanne og auk þess fjöldi málverka eftir alla helztu impressionistana. í safninu er ein kynleg eyða — þar eru engin verk eftir fjóra beztu málara Rússa á þessari öld: Kandinsky, Chagall, Soutine og De Stael. Ekkert listasafn i heimi hefur orðið fyrir slikum áföllum sem Vetrarhöllin. Nótt eina árið 1837 kom eldur upp á annarri hæð hall- arinnar. Eldurinn var ógurlegur i fyrstu, og þar sem þjónustuliðið var 2000 manns, átti að vera auðvelt að slökkva hann. En til allrar ó- hamingju voru höfð svín og endur í nokkrum herbergjum á neðstu hæðinni, auk heybirgða. Eldurinn varð ekki slökktur fyrr en eftir fimm daga og mikill hluti hanllar- innar brann til grunna. Nikulás I lét þegar hefja endurbyggingu og innan tíðar flutti hann aftur i höll- ina með hinum 2000 þjónum sín- ÚRVAL um og nýrri reglugerð: „Engin svín, engar endur og ekkert hey.“ í byltingunni, 1917 hafði Ker- enskystjórnin aðalbækistöð sina i Vetrarhöllinni. í nóvember, þegar kommúnistar ákváðu að taka völd- in, ruddust byltingarsinnaðir her- menn inn i höllina með byssur á lofti. í nokkrar klukkustundir var óljóst, hvor aðilinn mundi verða ofan á, en að lokum náðu hermenn Lenins undirtökunum, án þess að eyðileggja höllina. Þegar keisarinn var horfinn og Vetrarhöllin ekki lengur bústaður hans, var hún öll gerð að safni, eins og hún er enn þann dag i dag. í siðari heimsstyrjöldinni var Leningrad umsetin af þýzkum herj- um i 900 daga. Vetrarhöllin varð fyrir 32 sprengikúlum og tvisvar voru loftárásir gerðar á hana. í þessum árásum eyðilögðust 600 her- bergi, en engin meiriháttar lista- verk skemmdust, því að þau höfðu verið flutt austur fyrir Úralfjöll. Og þegar stríðinu lauk var tekið til óspilltra málanna og öllu komið i samt lag. Ég spurði kommúnista einn, hversvegna ráðstjórnin legði svo mikið kapp á að halda við þess- um gömlu minjum frá keisaratím- anum. Hann svaraði: „Keisararnir voru hluti af rússneskri sögu. Við elskum allt sem rússneskt er.“ Vetrarhöllin varð samt fyrir miklu tjóni af völdum kommúnista Árið 1927 voru stjórnarvöldin i mikilli fjárþröng og var þá ákveðið að selja nokkra tugi af frægustu listaverkum safnsins. Umboðsmenn stjórnarinnar fóru um alla Evrópu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.