Úrval - 01.05.1965, Side 53
VETRARIJÖLLIN
og leituðu tilboða, og var það kald-
liæðnisleg andstæða þess, sem hafði
gerzt á dögum Katrínar miklu.
Sovézku sendimennirnir komust
loks í samband við listaverkasalana.
M. Knoedler & Co. í New York og
tókust samningar um sölu á mörg-
um dýrmætum listaverkum vestur
/ LENINGRAD 51
um haf. Mörg þessara verka voru
síðan keypt til listsafnsins i Wash-
ington.
Vilji menn kynna sér hve glæsi-
legt listasafn Vetrarliöllin var á
sínum tíma, er óþarfi að ferðast
alla leið til Rússlands. Það er nóg
að fara til Washington.
ÍSÖLDIN KANN AÐ HAFA HAFIZT FYRIR 800.000 ÁRUM
Vísindamenn við Columbiaháskólann skýra frá því, að ýmsar leifar,
sem fundizt hafa í jörðu, bendi til þess, að ísöldin hafi hafizt snögg-
lega fyrir meira en 800.000 árum. Þeir halda því fram, að fundur
þessi „bindi endi á þá rikjandi hugmynd", að ísöldin hafi haldið inn-
reið sína stig af stigi fyrir um 300.000 árum. Þetta merkir einnig, að
þróun mannsins frá lægri lífverum hafi verið tiltölulega hægari en
ætlað hefur verið hingað til.
Vísindamennirnir tímasettu upphaf fyrstu „pleistocene“-isaldar með
athugun á leifum af hafsbotni, en þeim hefur verið safnað um víða
veröld siðustu 15 árin. Sýnishornin fengust úr borunum niður í botn-
lög hafanna, en aldur þeirra laga var álitinn vera meira en 800.000
ár. I sýnishornum þessum var mikið um leifar örsmárra sjávardýra
og gróðurs, sem nú er útdauður með öllu.
1 leifum þessum gat að lita sögu dauða þessara örsmáu lífvera,
sem höfðu sveimað í stórhópum um úthöf jarðarinnar milljónum ára
á undan ísöldinni.
Sýnishornin voru öll úr sama þunna botnlaginu, sem náði yfir að-
eins 6.000 ára tímabil eða „brot úr sekúndu" í jarðfræðilegum skiln-
ingi, samkvæmt upplýsingum visindamannanna. Þetta bendir til þess,
að íshetta sú, sem þakti jörðina, hafi myndazt snögglega.
Haffræðingarnir byrjuðu athugun sína með rannsókn 3.000 borunar-
sýnishorna, sem tekin voru á miklu dýpi úthafanna í 43 vísindaleið-
öngrum, sem farnir hafa verið undanfarin 15 ár. Úr þessum sýnis-
hornum voru síðan 8 valin á grundvelli aldurs og nytsemi, hvað varð-
ar upplýsingar, er þau kynnu að geta gefið.
Sýnishornin fengust á svæðum, þar sem jarðskjálftar höfðu valdið
raski og kastað djúpum lögum upp á yfirborð hafsbotnsins.
Science Digest
Tvær konur voru að tala um nágrannakonu sína i hjólhýsabúðunum,
sem þær bjuggu i. Önnur sagði: „Og hún kallar sig húsmóður! Hefurðu
séð ryðið á öxlinum á hjólhýsinu hennar?"
Earl Wilson