Úrval - 01.05.1965, Síða 58
5fí
an hins frönskumælandi heims,
leikur mikilvægt hlutverk í ákvörfS-
un örlaga Afríku á umbrotatímum.
Á sama tíma og fjölmargir afrísk-
ir þjóöarleiðtogar hallast að sí-
vaxandi þjóðnýtingu, hefur Houp-
houet stuðlað mjög að auknu ein-
staklingsframtaki. Og þegar mörg
Afríkulönd hafa lýst yfir hlútleysi
í átökum austurs og vesturs, og
önnur daðra óþinskátt við komin-
únistaríkin, hefur Houphouet stofn-
að til náinna tengsla við Frakk-
land. Og þegar fjöhnargar afrískar
stjórnir eru á heljarþröminni vegna
of snöggra umskipta til algerrar
heimastjórnar, hefur Houphouet-
Boigny ráðið hóp Frakka til þess
að stýra landi sinu vel og rétti-
lega.
Þessi stefna hefur borgað sig
áþreifanlega: Fílabeinsströndin er
eifthvert þróaðasta ríkið meðal
vanþróuðu landanna. Eins og flesl-
ir afrískir þjóðarleiðtogar vita,
veðjaði Houphouet snemma árs
1958 við Kwame Nkrumah, hinn
marxistíska leiðtoga nágranna-
landsins Ghana. Þá var útlitið mun
betra í Ghana en á Fílabeinsströnd-
inni, en Houphouet var hvergi
banginn, þegar hann sagði við
Nkrumah: „Þú l'erð þína leið og
við okkar. Eftir tíu ár skulum við
sjá, livort landið er komið lengra.“
Nú, ekki fullum sjö árum síðar,
liggja málin ljóst fyrir. Ghana á í
fjárhagsörðugleikum, og hin há-
vaðasama öfgastefna Nkrumahs
hefur hrætt burtu alla frekari fjár-
hagsaðstoð erlendis frá. Fílabeins-
ströndin blómstrar hinsvcgar: Þvi
er spáð, að effir 1970 þurli landið
ÚRVAL
ekki á meiri aðstoð að halda frá
útlöndum.
Ljómi, dulúð, hryllingur. Frem-
ur en öll önnur Afríkulönd sýnir
Fílabeinsströndin þá ytri mynd,
sem flestir búast við að sjá í Af-
ríku. Nafn landsins stafar af gíf-
urlegum útflutningi fílabeins fyrr
á tímum, og enn i dag reika gríðar-
miklar fíláhjarðir um frumskóg-
ana. I litlum þorpum, sem standa
í skógarrjóðrum, mala brjóstaber-
ar konur korn sitt framan við leir-
kofa með stráþaki, meðan nakin
börn leika sér í rykinu. A náttar-
þeli senda trumburnar dáleiðandi
skilaboð, og þorpsbúarnir safnast
saman til að dansa æðisgengna
dansa, sem hvíti maðurinn fær aldr-
ei skilið til fulls.
Lýðveldið Fílabeinsströndin er
við Guinea-flóa, rétt norðan við
miðbaug. Stærðin er 124,502 fer-
mílur og íbúafjöldi 3,700,000. Þólt
þjóðin tali 02 mismunandi ætt-
flokkatungur, er franskan sameig-
inlegt mál. Um 12 af hundraði
landsmanna játa kristna trú, eitt-
hvað um 23% aðhyllast Múhameðs-
trú, en afgangurinn heldur enn
tryggð við andatrú forfeðra sinna.
Það hellirignir á Fílabeinsströnd-
inni mikinn hluta ársins, og lofts-
lagið getur verið hryllilega heitt
En landið er gullfallegt. Meðfram
ströndinni niðar ólgandi Atlans-
hafið á hvítglitrandi sandinum.
Rétt ofan við ströndina speglast
lygn, dimmblá sjávarlón. Síðan
kemur þétt frumskógabelti, sem
smám saman þynnist og við taka
opnar sléttur.
Frumskógurinn er aðal einkenni