Úrval - 01.05.1965, Síða 59
FÍLA BEINSSTR ÖNDIN
57
landsins. Milli gnæfandi trjánna,
litríkra hlómanna og suðrænna
fuglanna gcfur að líta sýnishorn
af öllnm Ijóma, dulúð og' hryllingi
Afríku. Banvænir snákar liggja i
leyni á frumskógarstígunum. Mala-
ria og aðrir sjúkdómar eru tíðir.
Hjá einum ættflokki frumskóg-
anna ríkir sú erfðavenja frá ó-
munatið, að þegar höfðingi deyr,
skal hann grafinn í hrúgu af haus-
kúpum. Sé Frakki að því spurður,
hvernig menn ættflokksins fari að
því að afla sér hauskúpanna
hiða þeir eftir þvi að fólk deyi
eðlilegum dauðdaga eða nær ó-
þolinmæðin tökum áþeim? yppt-
ir hann öxhim. Það er ekki minn
höfuðverkur, segir hann.
Vaxandi bort/ við miSbmig. Höf-
uðborgin, Ahidjan, er í æpandi ó-
samræmi við frumskóginn. Fyrir
stríð bjuggu þar aðeins 10.000 íbú-
ar, en nú er íhúafjöldinn áætlaður
300.000. Nú, þegar sumar afrískar
borgir eru ekki annað en skúra-
þyrpingar, gleður Ahidjan svo sann-
arlega augað. Litlir skýjakljúfar
liafa þotið upp meðfram sjávarlón-
unum, þar seni skip frá öllum
heimshornum liggja. Stofnaður hef-
ur verið háskóli. Þar er glæsileg-
asta hótel Afríku ásamt gullfallegum
ibúðahúsum, fögrum heimilum,
itýrum búðum, veitingastöðum, næt-
urklúhbilm.
Og þegar röðin kemur að Ijóm-
anum og íhurðinum, jafnast ekkert
i Abidjan á við forsetahöll Houp-
houets. Sagt er, að hún hafi kostað
€ 4,500,00 (ca 540 millj. isl. kr.),
og' hefur stundum verið kölluð
Versalir Afriku. Hún er húin full-
komnu loftræstingarkerfi, skreytt
málverkum eftir Bernard Buffet,
avant-garde höggmyndum, mósaiki,
kristallsljósakrónum og ítölskum
marmara. Og við matarveizlur á
vegum ríkisstjórnarinnar cr hin
undurfagra kona Houphouets,
Thérése, húsmóðir. Thérése hefur
stundum hlotið tignarheitið „hin
svarta Brigitte Bardot,“ i skrifuln
franskra blaðamanna. Þjónar
klæddir í Iafafrakka og hvíta
hanzka hera fram göfug vín og góm-
sæta franska rétti, meðan valdar
hljómsveitir leika evrópsk, lyst-
aukandi tónverk (dinnermúsík).
J3ak vð allsnægtir höfuðborgar-
innar stendur ein glæsilegasta þró-
un, sem Afrika hefur augum litið.
A finim árum hefur iðnaður Fíla-
beinsstrandarinnar aukizt um 50%.
1963 var viðskiptajöfnuður þjóðar-
innar hagstæður um 25 millj. sterl-
ingspunda, sem er allnokkuð, þegar
það er haft hugfast, að útgjöld
stjórnarinnar námu £ 67 millj. Fjár-
hagur þjóðarinnar vex á ári hverju
um 10%, sem er svimandi tala, og
þar sem fjölgunin er ekki nema
2,5% á ári, eru lífskjörin mjög
góð. Gerð er fjárhagsáætlun fyrir
hvert ár, og stjórnin getur lagt um
20% af almennum sköttum árlega
i ný framfarafyrirtæki.
Furðulegar afleiðingar. Aðal-
ástæðan fyrir þessum gríðarlega
vexli á öllum sviðum, er, að allra
sérfræðinga áliti, hversu mjög Hou-
phouet liefur stutt einstaklingsfram-
takið. Hann hæðist að kenningunni
um afríska þjóðeiningarstefnu og
hefur leitað eftir fjármagni erlend-
is frá, hoðið nvjum fyrirtækjum