Úrval - 01.05.1965, Side 65
IiBYKINGAR
63
eldrarnir að leggja áherzlu á þær
hættur, sem vofa yfir strax í byrj-
un. Þeir geta bent á vaxandi mæði,
höfuðverki og minnkandi þrek,
sem vindlingarnir valdi unglingun-
um. En áhrifamest er þó, að geta
bent á einhvern í fjölskyldunni,
sem liafi einhvern sjúkdóm, sem
rekja megi til vindlingareykinga.
5) Fáið unglingunum leikföng
eða eitthvað i staðinn, sem geti
haldið huga þeirra frá vindling-
unum. Móðir nokkur keypti litla
vindla, pípur, vindlingamunnstykki
með gervivindlingum og fjölda af
öðrum leikföngum til að hjálpa 17
ára dóttur sinni að hætta að reykja.
Er stúlkan kvartaði um að hún
væri i vandræðum með hendurnar
á sér, keypti móðir hennar handa
henni myndleir, kitti og málara-
áhöld. Þetta hreif. Stúlkan hætti
að reykja.
6) Uppörvið unglinginn í haráttu
hans til að hætta reykingum og
veitið honum siðferðilegan stuðn-
ing. Ef sonur yðar segir: „Ég hef
ekki snert vindling í tvo heila
daga,“ þá sýnið hrifningu, hrópið
húrra og óskið honum til hamingju.
Látið hann finna, að þér, foreldrar
lians, séuð hreykin af honum og
viljið gera allt sem þér getið, inn-
an skynsamlegra takmarka, honum
til stuðnings í baráttu hans.
7) Við marga unglinga má nota
tálbeitu — en það er vandasöm að-
ferð. Foreldrarnir gætu stungið
upp á einhverju í þessa átt: „Ef
þú hættir að reykja spararðu kann-
ske 50 dollara eða meira á næsta
ári. En livað sem þú sparar, þá skal
ég bæta við jafnmiklu. í árslokin
geturðu svo notað þessa peninga
til þess að kaupa þér eitthvað sem
þig vantar eða langar í.“
Þetta kann að virðast, segir lækn-
ir nokkur, eiga eitthvað skylt við
mútur, en verðlaun í peningum
fyrir drýgða dáð eru talin við-
eigandi á mörgum öðrum sviðum
daglegs lífs.
8) Sumir unglingar inundu þurfa
að tala við heimilislækninn til þess
að sannfærast um þá hættu, sem
raunverulega stafar af vindlinga-
reykingum. Heimsókn til læknisins
gæti þá orðið það smiðshögg, sem
réði úrslitum um, að hinn hikandi
ung'lingur tæki þá ákvörðun að
varpa frá sér vindlingnum.
9) Til eru þeir unglingar, sem
einfaldlega láta að ósk foreldra
sinna um að liætta að reykja. Þeir,
sem þessum málum eru kunnugir,
viðurkenna að sjálfsögðu, að sá
hópur sé ekki í meirihluta meðal
unglinganna. Samt sem áður munu
sumir unglingar hætta að reykja,
er þeir aðeins sannfærast um, að
þessi ávani þeirra valdi mæðrum
þeirra og feðrum þungum áhyggjum
og sorg.
10) Foreldrar ættu að ýta undir
unglingana að ræða í sínum hóp
um skaðsemi reykinga. Flestir
unglingar eru „conformistar“ (sem
vilja laga sig eftir), sem hafa rót-
gróinn áhuga á því, hvað vinir
þeirra aðhafast, hvað þeir telja
rétta hegðun og hverju þeir trúa.
Ef nágrannaforeldrar gætu með
lagni náð unglingunum saman til
að rökræða um niðurstöður lækn-
isfræðinnar um vindlingareyking-
ar, gæti það út af fyrir sig orðið til