Úrval - 01.05.1965, Qupperneq 84
82
ÚRVAL
Ég var þá unglingur á lei8 úr
Svartárdal niður á Blönduós. Þetta
var um hávetur, skammdegismyrk-
ur og norðan hríðarjagandi. Við
vorum nokkrir saman, Svartdæling-
ar, á leið fram hjá Bólstaðarhlíð
þegar maður nokkur kom út úr
hríðarkófinu fyrir ofan Hlíðará,
auðsjáanlega á lcið norðan yfir
Vatnsskarð. Hann gekk á skíðum
og fór mikinn. Þetta var Lárus,
ætlaði um hávetur að fara á skíð-
um suður, að svo miklu leyti sem
hann fengi ekki bílferðir um lág-
sveitir.
Ég vissi auðvitað að Lárus var
íþróttafrömuður. Mér fannst það
bera sönnum íþróftaanda vitni að
þreyta af kappi við skammdegis-
bylinn og fjallvegina. Og enn í
dag er það þetta sem mér er skýr-
ast i huga um Lárus: Hann keppti
aldrci við neinn nema sjálfan sig.
Æviferill Lárusar skal nú rakinn
í fáum dráttum:
Lárus fæddist 19. júní 1879 i
Seljadal i Kjós, en andaðist í
Reykjavík 9. október síðastliðið
haust. Ætt hans mun vera úr Borg-
arfirði og Kjós, en forfeður hans
að einhverju komnir úr Danmörku
og Þýzkalandi, og er ættarnafn
hans þaðan runnið. Lárus fluttist
ungur með föður sínum norður í
Eyjafjörð, og þar ólst hann upp.
Hann var þá langdvölum hjá séra
Jónasi á Hrafnagili og bar presti
einstaklega vel söguna alla tíð.
Þykir mér einsýnt að kynni hans
af séra Jónasi hafi meðal annars
enzt honum til giftusamlegrar mót-
unar skapgerðarinnar.
Síðan gekk Lárus i Möðruvalla-
skóla er i þá daga þótti eklci lítil
forfrömun, en fór eftir það lil Nor-
egs til vefnaðarnáms. Ekki þoldi
hann þó þá vinnu vel, undi illa
innisetum og fór auk þess að kenna
nokkurrar brjóstveiki.
En Lárus gekk karlmannlega á
liólm við heilsubrestinn, tók að
stunda íþróttir, einkum sund, en
liann hafði löngum verið hneigður
til íþróttaiðkana. Þessu næst liélt
hann til Askov i Danmörku og
stundaði nám við lýðliáskólann, en
fór eftir það til fimleikanáms
og lauk kennaraprófi í þeirri grein.
Lífsbraut hans var nú ráðin.
Er heim kom gerðist hann fimleika-
kennari við Gagnfræðaskólann á
Akureyri er síðar varð menntaskóli,
og gerðist brautryðjandi um íþrótt-
ir og fimleikakennslu hér á landi.
Eftir 25 ára starf á Akureyri
flutti hann til Hveragerðis og gekkst
þar l'yrir byggingu myndarlegrar
sundlaugar. Þar stendur nú mynd
hans við laugarbakkann. Síðustu
árin dvaldist hann i Reykjavik á
vegum barna sinna þar.
Fundum okkar Lárusar bar aftur
saman er ég gerðist, ungur maður,
kennari í Hveragerði. Átti ég þá
margar stundir í íbúð hans við
sundlaugina, á vetrardögum eftir
að kennslu var lokið, og ræddi um
lífið og tilveruna við hinn aldna
garp. Hann var þá ekkert gamal-
menni, aðeins á sjötugsaldri, — en
það er nú orðið alls ekki hár ald-
ur, — enda enginn ellibragur á hon-
um: eins og stálfjöður i hreyfing-
um og rómurinn ekki farinn að
bila.
Mér þóttu þetta lærdómsrikar