Úrval - 01.05.1965, Side 86

Úrval - 01.05.1965, Side 86
84 ÚRVAL afrek, sigra sjálfan sig í hverri nýrri raun, reyna ekki að vera betri en annar, heldur betri en hann sjálfur hafði verið. í samræmi við þetta voru afrek Lárusar sjálfs. Hann strengdi þess heit að synda yfir Eyjafjörð og stóð við þá heit- strengingu glæsilega. Og þetta var snemma á öldinni þegar fátt þótti nýtilegt sem ekki var hægt að éta. Hann fór fótgangandi suður yfir hálendið, Vatnahjallaveg og' yfir Kjöl, ásamt þremur öðrum mönn- um, til þess að vera samvistum við íslenzk fjöll og mæla þrek sitt við þau, og voru þó slikar ferðir ærið sjaldgæfar á fyrsta áratug þessar- ar aldar. Og þegar ég hitti hann hjá Ból- staðarhlíð forðum var hann enn að reyna mátt sinn við náttúruna á eðlilegan og mannlegan hátt. Líf manna átti að vera uppgerð- arlaust og eðlilegt. Fégurð fannst honum búa í frjálsleika en ekki í tilbúnum stil sem alltaf var að nokkru leyti þvingun. Metasækni íþróttamanna nú á tímum var ekki bara tilgangslaus, heldur skaðleg. Áhrif iðkunarinnar á manninn skiptu ein máli. íþróttir voru leið en ekki takmark í sjálfu sér. í rauninni eru menn aldrei að keppa við aðra en sjálfa sig. Þess vegna hafði Lárus mest dá- læti á sundi, skiðagöngum, skauta- hlaupum og öðrum svipuðum í- þróttum. Og ol't sagði hann mér að frjálslegar gönguferðir úti í náttúrunni væri að sínum dómi einhver allra hezta íþróttin. — Það er hinn sanni íþróttaandi sem skiptir máli, sagði hann einu sinni er við ræddum saman. Karl- mennska og hreysti verður aldrei til af sprikli einu saman. Mann- vitið verður að vera með. Og ég heyri enn málmhljóminn í röddinni og hversu augljóst var að hann meinti það afdráttarlaust sem hann sagði. Lárus hneigðist að kommúnisma eða sósíalisma af því að hann vildi ekki trúa öðru en því að menn- irnir gætu lært að búa saman í hróðerni og mannlífið væri i raun- inni gagnkvæm sainábyrgð. En eltingaleikur við auð og völd var mikill barnaskapur i hans augum. Hvað má svo fleira um Lárus segja ef þetta voru aðallega skoðan- ir hans og lífsviðhorf? Það má segja um ýmsa mikla baráttu- og hugsjónamenn að þeir verði sjálfir að þeim hugsjónum sem þeir vinna ákafast fyrir. Bar- áttan orkar fyrst og fremst á bar- áttumanninn. Hann mótast allra manna mest sjálfur af þeim hug- sjónum sem hann lýtur. Því miður er þetta ekki alltaf svo. Stundum er baráttumaðurinn sjálf- ur í lirópandi ósamræmi við bar- áttuna, sem hann heyr. Lárus var sterklega mótaður af sínum eigin áhugamálum. Hann eignaðist í rauninni aldrei neitt annað en þau, því að hann gleymdi sjálfum sér í viðskiptunum við starfið. Að vísu átti hann um tíma liús, en bíl eignaðist hann aldrei og safnaði yfirleitt aldrei verald- arauði. Og hann lét það gott heita þótt íþróttaforkólfar væru á allt öðru máli en hann livernig
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.