Úrval - 01.05.1965, Page 87
ÓGLEYMANLEGUR MAÐUR
85
leiða skyldi iþróttamálin. Þess
vegna fór hann í rauninni mjög á
mis við það sem flestum er mest
í mun að hljóta: eignir, völd og
viðurkenningu.
En það gerði ekkert til.
í aðra röndina kunni hann þó
einkar vel að meta þakklæti og
málefnalegt fylgi þeirra er voru
svipaðs sinnis og hann. Hann gat
glaðzt eins og barn ef áhugamál
hans áttu skilningi að mæta.
En maðurinn var þannig í eðli
sínu að þótt hann hefði aldrei
verið annað en götusópari hefði
hann ekki komizt hjá að verða
frægur.
Mundi ekki Reykjavík hafa orðið
svipmeiri ef hún hefði átt götu-
sópara sem eins mikið kvað að
og að Lárusi? Og þetta má ekki
taka sem neina lítilsvirðingu um
götusópara, þvi að allir erum við
bara götusóparar í einhverri mynd.
Mundu ekki lífsviðhorf og skoð-
anir slíks götusópara hafa orðið
kunnar og framkoma hans fræg,
svo hreinskiptinn sem hann var
og óveili í hverju viðviki?
Borgin hefði orðið hreinni hans
vegna og morgunsólin bjartari, af
því að hann var ósvikinn maður.
Lárus var fæddur til að verða
frægur. Bara skeggið og röddin
hefðu getað gert hann frægan.
Sumum mönnum „lætur vel að
látast“. En þeir menn verða líka
aldrei neitt sérstakt i framkomu og
svip. Allt er haft undir hulu, og það
er eins og þeir gangi með blæju
fyrir andlitinu. Þeir eru alltaf sí-
hræddir um að koma upp um sig,
síhræddir um að vera ekki það sem
þeir vilja vera. Og vaxgríman fyrir
andlitinu á þeim er þá vitnisburð-
ur um það, að sjálfir eru þeir gerð-
ir úr vaxi.
Þeir menn eru ólíkastir Lárusi.
Hann var einn þeirra manna, sem
lýsa sér vel með hverri athöfn og
hverju orði og hverri lireyfingu í
svipnum.
Einhvern tíma var sunnlenzkur
bóndi, sem ekki vildi riða ber-
höfðaður fram hjá biskupnum, af
því að honum var ekki sérlega
hlýtt til hins geistlega yfirvalds,
og það yrði að koma í ljós við þén-
anlegt tækifæri. Þess vegna setti
hann liattpottlokið á höfuðið er
hann mætti biskupi á förnum vegi,
þó að það væri fullt af skyri, og
lét sér hvergi bregða.
Ég veit ekki til að Lárusi væri
i nöp við nokkurn mann, en svip-
aðar einfaldar ráðstafanir til þess
að láta í Ijós iivernig honum væri
innanbrjósts voru honum ekki
fjarlægar, því að honum fannst
beinasta leiðin alltaf vera bezta
leiðin.
Hér kemur dæmi um það, þótt
i smámunum sé:
Þetta var á almennri samkomu í
Hveragerði er haldin var i nýju
húsi. Fyrir gluggunum voru nýjar,
fínar rúllugardínur, dregnar niður
undir sólbekk. En svo tók að ger-
ast heitt og loftlaust í salnum, og
einhverra hluta vegna reyndist ekki
unnt að renna upp neinni gardín-
unni frá þeim gluggum sem opna
átti. Gekk í þófi um þetta litla stund
þótt ekki hlytust af neinar veruleg-
ar truflanir á gangi skemmtiatrið-
anna. En þegar Lárusi gamla Bist