Úrval - 01.05.1965, Qupperneq 87

Úrval - 01.05.1965, Qupperneq 87
ÓGLEYMANLEGUR MAÐUR 85 leiða skyldi iþróttamálin. Þess vegna fór hann í rauninni mjög á mis við það sem flestum er mest í mun að hljóta: eignir, völd og viðurkenningu. En það gerði ekkert til. í aðra röndina kunni hann þó einkar vel að meta þakklæti og málefnalegt fylgi þeirra er voru svipaðs sinnis og hann. Hann gat glaðzt eins og barn ef áhugamál hans áttu skilningi að mæta. En maðurinn var þannig í eðli sínu að þótt hann hefði aldrei verið annað en götusópari hefði hann ekki komizt hjá að verða frægur. Mundi ekki Reykjavík hafa orðið svipmeiri ef hún hefði átt götu- sópara sem eins mikið kvað að og að Lárusi? Og þetta má ekki taka sem neina lítilsvirðingu um götusópara, þvi að allir erum við bara götusóparar í einhverri mynd. Mundu ekki lífsviðhorf og skoð- anir slíks götusópara hafa orðið kunnar og framkoma hans fræg, svo hreinskiptinn sem hann var og óveili í hverju viðviki? Borgin hefði orðið hreinni hans vegna og morgunsólin bjartari, af því að hann var ósvikinn maður. Lárus var fæddur til að verða frægur. Bara skeggið og röddin hefðu getað gert hann frægan. Sumum mönnum „lætur vel að látast“. En þeir menn verða líka aldrei neitt sérstakt i framkomu og svip. Allt er haft undir hulu, og það er eins og þeir gangi með blæju fyrir andlitinu. Þeir eru alltaf sí- hræddir um að koma upp um sig, síhræddir um að vera ekki það sem þeir vilja vera. Og vaxgríman fyrir andlitinu á þeim er þá vitnisburð- ur um það, að sjálfir eru þeir gerð- ir úr vaxi. Þeir menn eru ólíkastir Lárusi. Hann var einn þeirra manna, sem lýsa sér vel með hverri athöfn og hverju orði og hverri lireyfingu í svipnum. Einhvern tíma var sunnlenzkur bóndi, sem ekki vildi riða ber- höfðaður fram hjá biskupnum, af því að honum var ekki sérlega hlýtt til hins geistlega yfirvalds, og það yrði að koma í ljós við þén- anlegt tækifæri. Þess vegna setti hann liattpottlokið á höfuðið er hann mætti biskupi á förnum vegi, þó að það væri fullt af skyri, og lét sér hvergi bregða. Ég veit ekki til að Lárusi væri i nöp við nokkurn mann, en svip- aðar einfaldar ráðstafanir til þess að láta í Ijós iivernig honum væri innanbrjósts voru honum ekki fjarlægar, því að honum fannst beinasta leiðin alltaf vera bezta leiðin. Hér kemur dæmi um það, þótt i smámunum sé: Þetta var á almennri samkomu í Hveragerði er haldin var i nýju húsi. Fyrir gluggunum voru nýjar, fínar rúllugardínur, dregnar niður undir sólbekk. En svo tók að ger- ast heitt og loftlaust í salnum, og einhverra hluta vegna reyndist ekki unnt að renna upp neinni gardín- unni frá þeim gluggum sem opna átti. Gekk í þófi um þetta litla stund þótt ekki hlytust af neinar veruleg- ar truflanir á gangi skemmtiatrið- anna. En þegar Lárusi gamla Bist
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.