Úrval - 01.05.1965, Qupperneq 93
PENINGAPYTTUfUNN DULARFULLI
91
urs. Árið 1931 sökkti auðugui* verk-
taki frá Nova Scotia, William
Chappell þrjátíu þúsund dollurum
(ca. 1.3 millj. isl. kr.) í Peninga-
pyttinn. Það var hans félag, sem
átti borinn, sem kom upp með
pergamentbútinn. Þegar kreppan
skall á, varð hann að hætta.
1936 kom sá næsti á eftir Chapp-
ell. Sá hét Gilbert Hedden, millj-
óneri frá New Jersey, og eyddi
hundrað þúsund dollurum (ca. 4.5
millj ísl. kr.) i viðbót. Hann leiddi
rafmagn eftir neðanjarðarlínum
frá meginlandinu, til að kn^'ja mjög
mikilvirkar dælur og leigði námu-
félag frá Pennsylvanía til að
hreinsa fimmtíu og tveggja metra
djúp göngin. Hann komst að lok-
um að því, að gröfturinn og flóð-
in hefðu fært fjársjóðinn til um
þrjátíu metra —- í allar áttir!
Þegar Blair dó 1951, fékk sonur
Williams Chappell, Mel, Eikareyju
og fjársjóðsréttinn. Hann liafði unn-
ið með leiðangri föður síns 1931.
Mel Chappell eyddi tuttugu og fimm
þúsund dollurum (1,25 millj. isl.
kr.) í ein göngin í viðbót, en þau
urðu Hjótlega að litlu stöðuvatni.
Þá lcigði hann hóp annarra fjár-
sjóðaleitara hluta af réttindum
sínum. Meðal þeirra var ,Bob Rest-
all frá Hamilton i Ontario. Restall
var sextugur stálsmiður, en lagði
niður vinnu sína 1959 og flutti til
Eikareyjar ásamt konu sinni, Mil-
dred, og sonum þeirra, Bobby og
Ricky, sem núna eru tuttugu og
þriggja og fimmtán ára.
Þar hefur Restall fólkið búið sið-
an í einsherbergis kofa, skammt
frá peningapyttinum, sem núna er
óhrjálegur pyttur, fullur af auri
og rotnandi timbri. Restall hefur
heppnazt að hreinsa fjörutíu og sjö
metra djúp göng, sem grafin voru
á fjórða tug aldarinnar. Hann hefur
bætt við átta holum, fjórum og hálf-
um meter liverri, í von um að finna
flóðgöngin sem hafa komið i veg
fyrir árangur fyrri leita.
Til þess að standast fjárhagslega
straum af leitinni hefur Restall
þegar selt helminginn af réttindum
sínum, sem spönnuðu yfir helming
þess sem finnast kynni. Kaupend-
urnir eru vinir hans og aðrir á-
liugasamir menn, sein hafa skrifað
honum, meira að segja alla leiðina
frá Texas. Þegar allt er reiknað
ineð, sparifé hans og fimm ára erfið
vinna, telur Restall að leit hans
að hinuin torsótta fjársjóði á Eik-
areyju hafi kostað nærri hundrað
þúsund dollara. (ca. 4.5 millj ísl.
kr.) Þó getur hann ekki sýnt neitt
annað ennþá en olivulitan stein,
sem hann fann í einni holunni, og
á er meitlað ártalið „1704“, og
djúpa virðingu fyrir liverjum þeim,
sem upprunalega sagði fyrir um
gerð pcningapyttsins. — Sá mað-
ur, segir hann, — var langtum
fremri öllum þeim, sem siðan hafa
komið hér.
Er raunverulega fjársjóður á
botni Peningapyttsins? Eftir því
sem námusérfræðingar segja, get-
ur þessi geysilega vörn aðeins verið
eftir verkfræðilegan galdramann,
sem hefur liaft ótakmarkað starfs-
lið — og ósköpin öll að fela. Eða
eins og olíuverkfræðingurinn Ge-
orge Greene sagði 1955, eftir að