Úrval - 01.05.1965, Side 109

Úrval - 01.05.1965, Side 109
HEfíSHÖFfílNGINN NÆSTUfí GUfíl 107 Tucker,“ sagði hann fast og ákveð- ið. En það voru ekki fndverjarnir, sem fyrst sýndu Booth mótspyrnu. Landsstjórinn i Bombay hafði á- kafa andúð á þeirri yfirlýstu fyrir- ætlun Hersins, að lifa sama lífi og Indverjar. Óljós stéttarskipting mundi koma breskum yfirráðum í yfirvofandi hættu, og hann hal'ði svarið þess eið, að hrekja Tucker úr borginni. Að halda samkomur undir heru lofti og ganga í fylkingu um göt- urnar var stranglega bannað. Er Tucker neitaði að hlýða þvi, var hann fangelsaður. í fimm mánuði stóð raunveruleg borgarastyrjöld á milli stjórnarvaldanna og Hers- ins. Að lokum varð Indverska landsráðuneytið i Lundúnum að taka í taumana, og fyrirskipa að látið yrði af ofsóknum gegn Hjálp- ræðishernum. Hermenn Tuckers, sem hrátt fengu nýjan liðsauka frá Englandi, töldu enga fórn of stóra, ef hún var líkleg til að sigra sálir. Einn Iiðsmaður, riýlega kominn til Ind- lands, ritaði heim: „Hallelúja! Eg hef ekki komið í rúm síðan ég kom hingað, heldur sofið á jörðinni. Fætur núnir eru bólgnir og sárir eftir starf fyrstu vikunnar, en að sjá hamingjuna, sem skín úr and- lilum þeirra sem frelsast, bætir fyrir allt.“ Á indverska vísu báru þeir gult klæði eins og fakírarnir, til merk- is um heimsafneitun, og gengu ber- fættir eða í ilskóm. Til þess að ná til Tamúlanna í Suður-Indlandi, rökuðu karlmennirnir höfuð sín að undanskildum litlum bletti á hvirfl- inum, þar sem þeir fléttuðu hárið i fléttu. A enni sér báru þeir hið sérstaka stéttarmerki hjálpræðis- hersins i rauðum, gulum og bláum lit. Er þeir störfuðu meðal „stétt- leysingjánna", gerðust þeir sjálfir úrhrök og þoldu spott og einangr- un. Árangri sínum náðu þeir með hreinu eftirdæmi Krists. Ágætt dæmi um það var Elísabet Geikie, lagleg, bláeygð stúlka frá Dundee. Hún bjó í ofurlitlum kofa í frum- skóginum, og hið eina, sem hún hafði til að prýða þetta heimili sitt með, voru myndir klipptar úr Herópinu og limdar á leirveggina. Eitt sinn komu þorpsbúar til hennar með mann, sem var við- þolslaus af kvölnm. Þegar Elísa- bet beygði sig niður að honum, sá hún að gríðarstór þyrnir hafði rekizt eins og nagli upp i fótinn á honum, og sást aðeins örlitið á liann. Hún hafði engin læknis- áhöld, en hún hafði sterkar tenn- ur. Hún kraup því á kné, heit fast utan um þyrninn og tókst að draga hann út. Næsta dag gekk hann og konan lians í Hjálpræðisherinn. Þau skildu aldrei fyllilega ræðu Elisa- betar, en það skildu þau, að til þess að græða sár, hafði hvit kona lagt' helgasta hluta líkamans, var- ir sínar, að fyrirljtlegasta hluta hans, ilinni. Á grundvelli þessa verks, átti Elísabet síðar stórkostlegum sigri að fagna. Þrátt fyrir aðvaranir um, að blanda sér ekki í hátíða- höldin á hinni árlegu uppskeruhá- tíð, faldi hún sig samt á hátíðar-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.