Úrval - 01.05.1965, Síða 109
HEfíSHÖFfílNGINN NÆSTUfí GUfíl
107
Tucker,“ sagði hann fast og ákveð-
ið.
En það voru ekki fndverjarnir,
sem fyrst sýndu Booth mótspyrnu.
Landsstjórinn i Bombay hafði á-
kafa andúð á þeirri yfirlýstu fyrir-
ætlun Hersins, að lifa sama lífi
og Indverjar. Óljós stéttarskipting
mundi koma breskum yfirráðum í
yfirvofandi hættu, og hann hal'ði
svarið þess eið, að hrekja Tucker
úr borginni.
Að halda samkomur undir heru
lofti og ganga í fylkingu um göt-
urnar var stranglega bannað. Er
Tucker neitaði að hlýða þvi, var
hann fangelsaður. í fimm mánuði
stóð raunveruleg borgarastyrjöld
á milli stjórnarvaldanna og Hers-
ins. Að lokum varð Indverska
landsráðuneytið i Lundúnum að
taka í taumana, og fyrirskipa að
látið yrði af ofsóknum gegn Hjálp-
ræðishernum.
Hermenn Tuckers, sem hrátt
fengu nýjan liðsauka frá Englandi,
töldu enga fórn of stóra, ef hún
var líkleg til að sigra sálir. Einn
Iiðsmaður, riýlega kominn til Ind-
lands, ritaði heim: „Hallelúja! Eg
hef ekki komið í rúm síðan ég kom
hingað, heldur sofið á jörðinni.
Fætur núnir eru bólgnir og sárir
eftir starf fyrstu vikunnar, en að
sjá hamingjuna, sem skín úr and-
lilum þeirra sem frelsast, bætir
fyrir allt.“
Á indverska vísu báru þeir gult
klæði eins og fakírarnir, til merk-
is um heimsafneitun, og gengu ber-
fættir eða í ilskóm. Til þess að ná
til Tamúlanna í Suður-Indlandi,
rökuðu karlmennirnir höfuð sín að
undanskildum litlum bletti á hvirfl-
inum, þar sem þeir fléttuðu hárið
i fléttu. A enni sér báru þeir hið
sérstaka stéttarmerki hjálpræðis-
hersins i rauðum, gulum og bláum
lit. Er þeir störfuðu meðal „stétt-
leysingjánna", gerðust þeir sjálfir
úrhrök og þoldu spott og einangr-
un. Árangri sínum náðu þeir með
hreinu eftirdæmi Krists. Ágætt
dæmi um það var Elísabet Geikie,
lagleg, bláeygð stúlka frá Dundee.
Hún bjó í ofurlitlum kofa í frum-
skóginum, og hið eina, sem hún
hafði til að prýða þetta heimili
sitt með, voru myndir klipptar úr
Herópinu og limdar á leirveggina.
Eitt sinn komu þorpsbúar til
hennar með mann, sem var við-
þolslaus af kvölnm. Þegar Elísa-
bet beygði sig niður að honum,
sá hún að gríðarstór þyrnir hafði
rekizt eins og nagli upp i fótinn
á honum, og sást aðeins örlitið
á liann. Hún hafði engin læknis-
áhöld, en hún hafði sterkar tenn-
ur. Hún kraup því á kné, heit fast
utan um þyrninn og tókst að
draga hann út.
Næsta dag gekk hann og konan
lians í Hjálpræðisherinn. Þau
skildu aldrei fyllilega ræðu Elisa-
betar, en það skildu þau, að til
þess að græða sár, hafði hvit kona
lagt' helgasta hluta líkamans, var-
ir sínar, að fyrirljtlegasta hluta
hans, ilinni.
Á grundvelli þessa verks, átti
Elísabet síðar stórkostlegum sigri
að fagna. Þrátt fyrir aðvaranir
um, að blanda sér ekki í hátíða-
höldin á hinni árlegu uppskeruhá-
tíð, faldi hún sig samt á hátíðar-