Úrval - 01.05.1965, Síða 112

Úrval - 01.05.1965, Síða 112
110 ÚRVAL minnsta stúlka, sem nokkurntíma hefur útskrifazt á æfinganámskeið- um þeirra, lýsti því yfir, að „vilji myrkrahöfðinginn ekki ráðast á okkur, þá ætlum við að ráðast á hann.“ Þetta þótti öllum svo skörung- lega mælt, að Booth samþykkti að ganga hiklaust gegn andstöðunni. Það kostaði langa og ógnþrungna baráttu, en að lokum, eftir marga mánuði, knúði almenningsálitið lögregluna til að veita Hernum vernd. Og þegar svo var komið, hjaðnaði hin illgjarna andstaða smám saman niður. Slíkir erfiðleikar og annað á- lag, sem fylgdi sívaxandi félags- samtökum, tóku að segja til sín á Booth. Hann þjáðist nú þvi nær stöðugt af meltingartruflunum, og hann var oft uppstökkur og jafn- vel skapstyggur við aðstoðarfólk sitt. Hinn fátæklegi morgunverður hans var aðeins eitt soðið egg, steikt brauð og ósætt te, og hann sagði oft með þrumuraust, að hann vildi hafa teið sitt, eins og hann vildi hafa trú sína: HEITT! En hann var fljótur að borða og hafði sífelldar magaþrautir. Katrín var hans helzta huggun. Er hann kom heim, örmagna af þreytu, var hann vanur að taka í hönd hennar um leið og hann kom inn i anddyrið og segja blátt áfram: „Kata, lofaðu mér að biðja ineð þér.“ Að bæninni lokinni reis hann venjulega upp af hnján- um með endurnýjuðu hugrekki. Theodore Kitcliing, fyrrverandi kvekari og barnakennari, minntist þess ávallt, að eitt sinn, er hatin var ungur, drakk hann síðdegiste hjá Katrínu á meðan hún sat kyrr- lát og stoppaði í sokka af hers- liöfðingjanum. Þá var vagni skyndi- leg'a ekið upp að dyrunum, og Katrín spratt á fætur eins og ung brúður, og hraðaði sér til dyra. „Ó, William,“ heyrði Kitching hana hrópa, „en hvað það er gott að fá að sjá þig 1“ Samstundis var hún komin að hlið hans, rétti lion- um ullarinniskóna, sem hún sjáll' liafði gert, strauk um hönd hans og sléttaði hár hans, er hann hafði tekið sér sæti við hlið hennar. Djúpt snortinn hraðaði Kitching sér út úr herberginu. Þessir elsk- endur voru nú 55 ára að aldri, og brátt mundu þau halda hátíðlegt 30 ára brúðkaupsafmælið. Booth liafði einnig huggun af börnum sinum, sem höfðu helgað guði lif sitt. Þegar hann sá þau saman komin í eidliúsinu eftir kvöldsamkomu og ræða ákaft um nýtt fólk, sem snúizt hefði og ný- liða i hernum, fór ekki hjá þvi að hann yrði snortinn. Bramwell, sem nú var 28 ára, var enn her- ráðsforingi föður síns, en önnur voru einnig' í æðstu stöðum. Kate og Herbert voru i Frakklandi; Emma var á förum til Indlands. Ballington stjórnaði æfinganám- skeiðunum lieima, og við Evangel- ine, með sitt mikla, rauða hár og enn meiri mælsku, voru bundnar miklar vonir. Lucy, sem var 8. og síðasta barn Booths, fæddist þrem- ur árum eftir að Booth hóf kross- fcrð sína í Austurlundúnum. Hún var nú 16 ára og átti einhvern- tima á næsta áratug að l’ara til
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.