Úrval - 01.05.1965, Qupperneq 112
110
ÚRVAL
minnsta stúlka, sem nokkurntíma
hefur útskrifazt á æfinganámskeið-
um þeirra, lýsti því yfir, að „vilji
myrkrahöfðinginn ekki ráðast á
okkur, þá ætlum við að ráðast á
hann.“
Þetta þótti öllum svo skörung-
lega mælt, að Booth samþykkti að
ganga hiklaust gegn andstöðunni.
Það kostaði langa og ógnþrungna
baráttu, en að lokum, eftir marga
mánuði, knúði almenningsálitið
lögregluna til að veita Hernum
vernd. Og þegar svo var komið,
hjaðnaði hin illgjarna andstaða
smám saman niður.
Slíkir erfiðleikar og annað á-
lag, sem fylgdi sívaxandi félags-
samtökum, tóku að segja til sín
á Booth. Hann þjáðist nú þvi nær
stöðugt af meltingartruflunum, og
hann var oft uppstökkur og jafn-
vel skapstyggur við aðstoðarfólk
sitt. Hinn fátæklegi morgunverður
hans var aðeins eitt soðið egg,
steikt brauð og ósætt te, og hann
sagði oft með þrumuraust, að
hann vildi hafa teið sitt, eins og
hann vildi hafa trú sína: HEITT!
En hann var fljótur að borða og
hafði sífelldar magaþrautir.
Katrín var hans helzta huggun.
Er hann kom heim, örmagna af
þreytu, var hann vanur að taka
í hönd hennar um leið og hann
kom inn i anddyrið og segja blátt
áfram: „Kata, lofaðu mér að biðja
ineð þér.“ Að bæninni lokinni
reis hann venjulega upp af hnján-
um með endurnýjuðu hugrekki.
Theodore Kitcliing, fyrrverandi
kvekari og barnakennari, minntist
þess ávallt, að eitt sinn, er hatin
var ungur, drakk hann síðdegiste
hjá Katrínu á meðan hún sat kyrr-
lát og stoppaði í sokka af hers-
liöfðingjanum. Þá var vagni skyndi-
leg'a ekið upp að dyrunum, og
Katrín spratt á fætur eins og ung
brúður, og hraðaði sér til dyra.
„Ó, William,“ heyrði Kitching
hana hrópa, „en hvað það er gott
að fá að sjá þig 1“ Samstundis var
hún komin að hlið hans, rétti lion-
um ullarinniskóna, sem hún sjáll'
liafði gert, strauk um hönd hans
og sléttaði hár hans, er hann hafði
tekið sér sæti við hlið hennar.
Djúpt snortinn hraðaði Kitching
sér út úr herberginu. Þessir elsk-
endur voru nú 55 ára að aldri, og
brátt mundu þau halda hátíðlegt
30 ára brúðkaupsafmælið.
Booth liafði einnig huggun af
börnum sinum, sem höfðu helgað
guði lif sitt. Þegar hann sá þau
saman komin í eidliúsinu eftir
kvöldsamkomu og ræða ákaft um
nýtt fólk, sem snúizt hefði og ný-
liða i hernum, fór ekki hjá þvi
að hann yrði snortinn. Bramwell,
sem nú var 28 ára, var enn her-
ráðsforingi föður síns, en önnur
voru einnig' í æðstu stöðum. Kate
og Herbert voru i Frakklandi;
Emma var á förum til Indlands.
Ballington stjórnaði æfinganám-
skeiðunum lieima, og við Evangel-
ine, með sitt mikla, rauða hár og
enn meiri mælsku, voru bundnar
miklar vonir. Lucy, sem var 8. og
síðasta barn Booths, fæddist þrem-
ur árum eftir að Booth hóf kross-
fcrð sína í Austurlundúnum. Hún
var nú 16 ára og átti einhvern-
tima á næsta áratug að l’ara til