Úrval - 01.05.1965, Side 115
HEHSHÖFÐINGINN NÆSTUH GUtíí
113
að finna sér atkvæðamikinn banda-
mann, William T. Stead, liinn
herskáa útgefanda Pall Mall Gaz-
ette. Stead var vantrúaður þar til
hann hafði heyrt þrjár guggnar
saurlífisstúlkur, allar innar 16 ára,
skýra frá þeirri angist og samvizku-
biti, sem þær lifðu i. Þetta nægði.
Hann stoínaði þegar í stað leyni-
lega rannsóknarnefnd og hóf víð-
tæka rannsókn á hvítu þrælasöl-
unni.
Hann komst að raun um, að i
100 tilvikum, sem rannsökuð voru
samfellt, hafði þriðjungur stúlkn-
anna verið ginntur til saurlifnaðar
innan 16 ára aldurs. í Lundúna-
borg einni voru 80000 skækjur.
Viðskiptin gáfu 8 milljónir sterl-
ingspunda i hreinar tekjur.
Einnig komst hann að því, að
ein stór tekjulind voru hreinar
meyjar, á verzlunarmálinu „fersk-
ar stúlkur“ („fresli girls“). Al-
gengasta agnið var hið sama, sem
Annie Swan hafði verið lokkuð
með: auglýsingar eftir sveitastúlk-
um til lieimilisstarfa. En hvaða
bragð sem notað var, urðu örlög
stúlkunnar ávallt hin sömu. Henni
var gefið deyfilyf, nauðgað og
haldið sem fanga í hóruhúsi, þar
til hún lét að óskum húsmóður-
innar.
Samkvæmt laganna hljóðan, höfðu
stúlkur yfir 13 ára aldur — mey-
dómsaldurinn (age of consent =
sá aldur stúlku, þegar ósaknæmt
er að liafa mök við hana með henn-
ar samþykki) — enga lagavernd.
En jafnvel yngri stúlkur voru
dregnar inn í viðskiptin, þvi að
lögreglan mátti ekki fara inn í
hóruhús til að leita þeirra þar
nema að hafa í höndum liand-
tökuleyfi (wirt of habeacorpus),
en slíkt skjal var erfitt að fá. Þús-
undum saman voru stúlkur fluttar
sjóleiðis eins og kvikfé til húsa í
Brússel og Antwerpen, sem áttu
að vera undir opinberu eftirliti.
Þeim, sem voru erfiðastar viðfangs,
var gefið svefnlyf og þær fluttar í
kistum, sem voru negldar aftur og
með loftgötum á. Stundum vökn-
uðu fórnarlömbin á miðri leið og
fylltust ósegjanlegri skelfingu í
þessari þröngu og koldimmu lík-
kistu.
Rannsóknir Steads stóðu í sex
vikur. Þá birtist fyrsta grein hans,
6. júlí,1885. Upplagið seldist upp
á svipstundu og notuð eintök gengu
kaupum og sölum á 2 Yz shilling.
•Bernhard Shaw, einn þeirra, sem
ritaði i tímarit Steads, fór sjálfur
með búnka af tímaritum niður i
Strandgötu og seldi það allt. Við-
brögðin voru ofsaleg, og margir
héldu að Stead væri hreinn sorp-
rithöíundur. Daginn eftir gengu
hróp almennings svo frain af
stjórnarvöldunum, an Innanríkis-
ráðuneytið fór þess á leit við
Stead, að hann léti málið niður
falla.
Þvi neitaði Stead. En á þriðja
degi greinaflokksins virtist árangr-
inuin af krossferð hans stefnt í
voða. Gríðarlegur mannfjöldi sal'n-
aðist saman fyrir utan skrifstofur
Pall Mall Gazette, ekki menn, sem
þyrsti í réttlæti, heldur múgur
þorpara, sem hvílu þrælasalarnir
höfðu sigað til að gera árás á
bygginguna. Grjóti og múrsteinum