Úrval - 01.05.1965, Blaðsíða 116
114
ÚRVAL
rigndi yfir húsið, og rykugir
gluggarnir voru raolaðir í hárbeitta
glerrýtinga áður en tókst að dreifa
niúgnum.
Steod leizt ekki á blikuna. Síð-
degis þennan sama dag hafði kom-
ið fram tillaga um það í Neðri-
deildinni, að taka aftur til um-
ræðu frumvarp um að hækka Iög-
ákveðinn meydómsaldur. Þriðju
greinargerðinni i Gazette varð að
koma á framfæri við almenning.
Stead ákvað, að senda boð til Booth
hérshöfðingja. „Hver veit nema
hann geti hjálpað okkur,“ sagði
hann.
í Viktoriustræti var boðbera
Steads fylgt í skyndi á fund hers-
höfðingjans. Booth hlýddi þögull
á hann og mælti síðan. „Segið herra
Stead, að við munum gera allt,
sem i okkar valdi stendur til að
lijálpa honum.“
Og með eigin hendi ritaði hann
Stead: „Haldið áfram! Sérlivert
högg hefur sín áhrif. Fjöldi fólks
er fullur skelfingar og hrópar biðj-
andi í dauðans angist á lögin. Við
verðum að láta til skarar sltriða
gegn þessum viðbjóðslega sjúk-
dómi núna.“
Um allt Bretland gerði Herinn
si.t.t til að halda reiði fólksins i
suðumarki. Hershöfðinginn stjórn-
aði sjálfur fjöldasamkomum í
nokkrum borgum. Á 17 hvildar-
lausum dögum safnaði Hjálpræðis-
herinn 393000 undirskriftum und-
ir áskorun um að hækka mey-
dómsaldurinn — geysilangur listi,
sem var meira en 214 míla á lengd.
Hann var lagður fram í Ríkisþing-
inu í lok júlimánaðar, og að fáum
dögum liðn.um hafði fimm manna
nefnd, eftir vandlega athugun á
niðurstöðum Steads, lýst þvi yfir
að þær væru „raunverulega sann-
ar“ („substantially true“). Ríkis-
stjórnin komst ekki hjá því að
gera eitthvað. Frumvarpið um
að hækka meydómsaldurinn og
veita lögreglunni heimild til að
gera leit í grunsamlegum hóru-
liúsum, voru samþykkt með
yfirgnæfandi meirihluta.
„Vér þökkum Guði,“ sagði Booth
fagnandi í Herópinu, „fyrir þann
árangur, sem Iiann hefur veitt oss
í fyrstu tilraun Hjálpræðishersins
til að endurbæta löggjöf þjóðarinn-
ar.“
Vissulega náði álit Hjálpræðis-
hersins nú hámarki. Einn gamall
velgerðarmaður neyddi Katrínu
Bootli til að taka við £2000 til björg-
unar föllnum stúlkum. Áður en 5
ár voru liðin hafði Booth komið
upp 13 heimilum, sem gátu hýst
meira en 300 stúlkur í Stóra-Bret-
landi einu, og 17 heimilum erlend-
is, forboði 119 slíkra heimila á
miðri 20. öldinni, sem veita 4000
stúlkum hæli árlega.
A MIÐJTJM ALDRI
Kvöld nokkurt veturinn 1887
opnaði Booth hershöfðingi nýtt
félagshús í Kent, og lagði ekki
af stað heimleiðis fyrr en um mið-
nætti. Þegar vagn hans ók yfir
Lundúnabrú á Temsá, mætti aug-
um hans hrollvekjandi sjón: tug-
ir heimilislausra manna lágu í
kösum í öllum múrskotum brúar-
innar, og höfðu ekki annað til
skjóis gegn kuldanum en fataræfla