Úrval - 01.05.1965, Page 123
INN 5. ágúst 1963 bár-
ust þau gleðitíðindi
út um heiminn, að
samningur urn bann
við kjarnorkutilraun-
um hefði verið undirritaður í
Moskvu. Þessa samnings nnin verða
minnzt í sögunni sem fyrsta þýð-
ingarmikla skrefsins á leiðinni til
algerrar afvopnunar. Samningurinn
var i fyrstu gerður milli Bretlands
Bandaríkjanna og Sovétríkjanna,
en síðan hafa yfir hundrað önnur
ríki undirritað hann.
Þegar samningurinn um tilrauna-
bannið var á umræðustiginu, var
það einkum eitt atriði, sem erfitt
var að skilja, en þó bráðnauðsyn-
legt, að öllum yrði ljóst — en það
var hve miklu tjóni geislavirk efni
frá tilraununum gætu valdið, ekki
aðeins núlifandi mönnum heldur
og óbornum kynslóðum. Aldrei
fyrr höfðu tilraunir með ný vopn
verið hættulegar gjörvöllu mann-
kyni, en nú var skaðinn þegar
skeður.
Ein af mestu uppgotvunum síð-
ari ára er lausnin á gátunni um
uppbyggingu erfðalögmálsins. Vis-
indamenn hafa komizt að raun um,
að erfðavísarnir eru myndaðir úr
kjarnasýrusameindum (DNA), sem
eru erfðastofnarnir. Þegar erfða-
vísarnir flytjast frá foreldri til
barns, ákvarða þeir eðli hinnar
nýju lífveru — afkvæma okkar.
Það er vitað, að sterk geislun
veldur stökkbreytingum á erfðavís-
um, og það er hægt að áætla hve
mikil stökkbreytingin verður sem
r............—---
Afvopnun
ekki
nein
draumsýn
Eftir Linus Carl Pauling,
Nobelverðlaunahafa í efnafræði
1954.
stafar af geislun frá cæsium 137,
kolefni 14 og öðrum geislavirkum
efnum, sem berast út i andrúms-
loftið við tilraunasprengingar.
Þessi geislavirku efni, einkum kol-
efni 14, munu lialda áfram að valda
vanskapnaði í hörnum um þúsund-
ir ára.
Ég hef reiknað út, að miðað við
eðlilega fólksfjölgun í framtíðinni,
muni þær tilraunasprengingar, sem
þegar hafa verið framkvæmdar,
og nema um 600 megatonnum, hafa
þær afleiðingar, að sextán millj-
ónir barna á öllum aldri verði and-
lega eða likamlega vanheil eða
deyja á bernskuskeiði.
Um 1% af þessum hóp, eða 160
þúsund börn munu sýkjast meðan
núverandi kynslóð er ofanjarðar,
en bölið mun halda áfram, þó að
ofurlítið dragi úr því, kynslóð
— Vor Viden
121