Úrval - 01.11.1965, Page 8

Úrval - 01.11.1965, Page 8
6 ÚRVAL við endurtækjum kynninguna og segðum aftur til nafna okkar. Og mér til mikillar undrunar var sú dökkhærða „ungfrú“, en hin „frú“. Ég gat bara alls ekki trúað þessu. En ég lét ekki á neinu bera, og síðan fórum við að tala um bækur. Nú er það óheppileg staðreynd, að maður öðlast ekki miklu meira við lestur bóka en maður er reiðu- búinn til þess að leggja sjálfur af mörkum við bókalesturinn. Og er ég hlustaði á athugasemdir ungu kvennanna um ýmsar bækur, þá fannst mér enn á ný, að sú dökk- hærða væri „frú“, en hin, sem ég kallaði „stóru stelpuna“ með sjálf- um mér, væri „ungfrú“. Hún talaði um einmitt þá kafla og þau atriði í bókunum, sem ég gat búizt við, að ógift stúlka hefði áhuga á. Hún hafði augsýnilega ekki tekið eftir þeirri kímni eða viðkvæmni, sem giftur maður eða gift kona mundi hrífast af. Og mitt í hrókaræðum okkar kom roskinn maður skyndilega að borð- inu til okkar og sagði: „Háttatími, ungfrú góð!“ Þetta var pabbi „stóru stelpunnar“. Leyndarmálinu hafði verið ljóstrað upp. Hún játaði sam- stundis. Henni hafði þótt það skemmtileg hugmynd að látast vera ung eiginkona. Og síðar komst ég að því, að „ungfrúin“ var í rauninni gift kona, sem hafði notað titilinn „ungfrú“ vegna þess að hún var eig- andi fyrirtækis, sem rekið var undir því ættarnafni, er hún bar, áður en hún giftist. Hún sagði, að það hefði tekið sig nákvæmlega 10 sek- úndur að verða sannfærð um, að ég væri giftur. Karlmenn eru nefnilega óttalegir aulabárðar við að blekkja konur. Ég hef jafnvel heyrt þá vitna í orð eiginkonunnar í daðri sínu við ungar stúlkur! Já, mér þætti mjög gaman að verða vitni að því, að einhverj- um slyngum, ungum manni tækist að blekkja konu. Sko, ég fulíyrði alls ekki, að slíkt sé ekki hægt! En ég hef aldrei orðið vitni að slíku, og ég býst ekki við, að ég eigi slíkt eftir. Og í hvert skipti sem ég heyri konu segja: „Ég vissi ekki, að hann var giftur!" — þá get ég ekki annað en skellihlegið! Allir setjast fyrr eða síðar að veizluborði til þess að gæða sér Þar á réttum, sem ganga undir nafninu „afleiðingar". Robert Louis Stevenson Venjulegir menn hafa samúð með þeim, sem bíður ósigur. Menn, sem náð hafa miklum frama i veröldinni. hafa samúð með þeim, sem vinnur sigur. Irish Digest Saidhbhreas sior subhailce: Dyggðin er eilífur auður. Gamall írskur málsháttur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.