Úrval - 01.11.1965, Page 18

Úrval - 01.11.1965, Page 18
16 ÚRVAL Brátt náðum við til dómkirkjunn- ar. Hún var opin, og hringjarinn tók á móti okkur sem frelsandi englum. Það var rökkur inni í dóm- kirkjunni, hljóðlátt rökkur, er virt- ist þrungið einhverri undarlegri uppljómun. Hinar dýrmætu kirkju- rúður höfðu verið teknar úr glugg- unum og þeim komið fyrir á örugg- um stað, en að öðru leyti virtist hinn forni helgidómur vera ósnort- inn. Hringjarinn vildi sýna okkur alla kirkjuna, en slíkt hefði tekið nokkra klukkutíma, og því sögðumst við ætla að koma aftur síðdegis. Rannsóknarför okkar virtist nú á vissan hátt vera á enda, og nú tók- um við að hugsa um aðra hluti, sem ekki höfðu sama listagildi, þ.e.a.s. hádegismatinn okkar. „Við skulum reyna að finna bezta gistihúsið í borginni,“ sagði Lee. „Hvort sem um er að ræða stríð eða ekki, þá getur gott gistihús venjulega boðið upp á eitthvað æti- legt.“ Eigandi gistihússins var miðaldra kona, sem var augsýnilega stolt af matnum, sem hún hafði upp á að bjóða. Og hún bauð okkur innilega velkomna. Hún leitaði fyrir sér í skáp einum og dró þaðan fram flösku af skozku whisky, sem hún hafði falið þar fyrir Þjóðverjunum og ákveðið að deila með þeim, sem fyrstir kæmu til borgarinnar sem frelsandi englar. Og nú fengum við þann bezta hádegismat, sem við höfðum fengið mánuðum saman, ný egg, salat og pylsur. En þegar hóf- ið stóð sem hæst, kom Frakki einn æðandi inn til okkar móður og más- andi. „Ameríkanarnir", stundi hann upp næstum snöktandi, „ætla að fara að skjóta á dómkirkjuna!“ Við stukkum út um lága glugg- ann til þess að komast sem fyrst að jepapnum okkar. Stórt torg, sem er aðeins nokkrum hundruð metr- um frá dómkirkjunni, var næstum troðfullt af einkennilega þöglum Frökkum. Þeir stóðu í mátulegri fjarlægð frá því, sem augu þeirra beindust að, þrem vígvélum, er líktust helzt skriðdrekum. Þær voru búnar stórum byssum, sem notaðar voru til þess að skjóta á skotmörk, er væru í lítilli fjarlægð. Og byssu- hlaupunum var nú beint að turnum dómkirkjunnar. Við skyldum ekkert í þessu og tróðumst í gegnum mannþyrping- una, þangað til við komumst að ung- um liðsforingja úr 1. vélaherfylkinu, en hann stjórnaði vígvélum þessum. Náfölur Frakki var að tala til hans á mjög ofsafenginn hátt. Hann var klæddur einkennisbúningi majórs. (Síðar komumst við að því, að hann var liðsforingi í varaliðinu, en hafði bara íarið í einkennisbúning sinn til þess að halda upp á þennan merk- isdag.) Það var augsýnilegt, að Frakkinn skildi ekki orð í ensku og Ameríkumaðurinn ekki heldur orð í frönsku. Ég spurði liðsforingjann, hvað væri að. Hann benti á dómkirkjuna og sagði: „Þjóðverjarnir hljóta að hafa skilið eftir einhverja stórskota- liðsnjósnara þarna uppi í turnun- um. Við ætlum að skjóta þá niður.“ Hvernig vissi hann, að þýzkir stór- skotaliðsnjósnarar leyndust í kirkj- unni? „Þeir hljóta að vera þar,“ sagði
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.