Úrval - 01.11.1965, Page 19

Úrval - 01.11.1965, Page 19
DAGINN, SEM VIÐ BJÖRGUÐUM... 17 hann. „Heyrirðu kannske ekki kúl- urnar falla? Það merkir, að njósn- arar liggi einhversstaðar í leyni og leiðbeini þeim. Og þessir turnar eru auðvitað prýðilegt aðsetur til slíkrar starfsemi." Franski majórinn greip nú ákafur fram í fyrir okkur: „Talar einhver ykkar frönsku? „Ég svaraði sem satt var, en þó af mikilli hæversku, að það gerði ég. „Un peu,“ sagði ég. „Dálítið." „Segið honum þá í guðanna bæn- um, að sem hermaður geri ég mér góða grein fyrir því og skilji, hvers vegna Ameríkumennirnir eru tor- tryggnir, hvað kirkjuturnana snert- ir. Við skipulögðum litla varðsveit, sem hefur haft vakandi auga með kirkjunni síðustu 3 dagana. Ég get fullvissað ykkur um, að það er eng- inn Þjóðverji í kirkjunni, og því er engin ástæða til þess að skjóta á hana.“ Ég þýddi allt þetta fyrir liðsfor- ingjann. Þetta hafði engin áhrif á hann. „O, ég treysti honum ekki!“ sagði hann bara með fyrirlitningu í röddinni. Franski majorinn skildi að vísu ekki orðin, en hann þurfti ekki að efast um afstöðu liðsforingjans. Nú sneri majorinn sér að okkur og sagði bænarrómi: „En, messieurs, þið hljótið að sjá, að hér er ekki um skothríð að ræða, sem styðst við nákvæma miðun, er byggist á áreiðanlegum upplýsingum! “ Liðsforinginn sneri nú baki við okkur og gaf mönnum sínum skip- un um að hlaða byssurnar og miða á turnana. Hin áhyggjufulla mann- þyrping gaf frá sér lága stunu, er var þrungin hryllingi, og franski majorinn sagði við mig örvænting- arrómi: „Segið honum, að ég fari bara fram á 20 mínútna frest, bara 20 mínútur, til þess að fara með lítilli sveit manna upp í kirkjuturn- ana og sanna, að þar séu engir Þjóð- verjar. Hann getur sent nokkra af mönnum sínum með mér.“ Þessi bón virtist sanngjörn, en þegar ég hafði þýtt orð hans, sneri liðsforinginn sér að okkur stríðs- fréttariturunum og sagði: „Hvern andskotann eruð þið að skipta ykkur af þessu? Þið eruð bara óbreyttir borgarar. Ykkur kemur það ekkert við, hvað ég geri!“ Hann hafði algerlega rétt fyrir sér. Við höfðum aðeins fengið liðs- foringjatign að nafninu til, svo að við gætum fylgzt með framsókn herjanna, en þessu fylgdi ekkert hernaðarlegt vald, þótt við bærum liðsforingjabúninga. En okkur fannst þetta samt ekki rétti tíminn til þess að hugsa um slík formsatriði. Ég sagði honum, að við ætluðum að láta okkur koma það við að þessu sinni. Ég minnti hann á hin skýru fyrir- mæli Eisenhowers við slíkar aðstæð- ur, en þau mæltu svo fyrir, að hann mætti ekki skjóta á dómkirkjuna, nema hann væri viss um, að óvin- irnir notuðu hana hernaðarlega okk- ar málstað til tjóns. Og svo bætti ég við: „Og enn eru engar sannanir fyrir því, að óvin- irnir hafi nokkur not af henni, held- ur bendir allt til þess, að þeir hafi það ekki. Jafnvel þótt þér treystið ekki á orð þessa Frakka, ættuð þér að vita, að hér er ekki um að ræða skothríð, sem byggist á nákvæmri,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.