Úrval - 01.11.1965, Side 36

Úrval - 01.11.1965, Side 36
34 ÚRVAL veitarfélagið á Zrapa var dautt. Af hinum ellefu þúsund íbúa á þessu nesi, sem teygir sig út í Paríaflóann andspænis eyjunni Trinidad, voru innan við fjögur þúsund tórandi, er hin skæðasta farsótt afar smit- andi mýrarköldu geisaði á þessum skaga út í Venezuela. Á minna en þremur vikum hafði helmingur íbúanna verið þurrkaður út. Fram að síðustu viku höfðu karlar og konur, sem enn höfðu þrek til, dregið hina dánu og deyj- andi niður í fjöruna og látið strauma Paríaflóans bera þá á burt. En nú, þegar farsóttin hafði afskorið sveit- arfélagið, lagðist eins og dauðadá yfir þá sem enn lifðu þar sem þeir reikuðu innan um dáið fólk og deyj- andi og vissu það vel, að þeir hlytu einnig að deyja bráðlega, aðeins ekki hvenær. Gjallbrautinni, sem lá gegnum frumskóginn meðfram sjávarströnd- inni til Cumana, hafði verið lokað. Hermönnum hafði verið skipað að stöðva alla flóttamenn, sem reyndu að komast til meginlandsins frá hin- um sóttmengaða útskaga, af ótta við að farsóttin breiddist út um alla Venezuela. í Cumana, elztu nýlendu Evrópu- manna í allri Suður-Ameríku, með sínum 60 þúsund íbúum, kærði sig enginn af hinum nálægt hundrað læknum um að gerast sjálfboðalið- ar á skaganum. Að austanverðu, og miklu nær Paríaskaganum hafði prestur nokk- ur frá Zrapa reynt að komast til Carupanoborgar, til þess að biðja um læknishjálp, en áður en hann gat borið fram bæn sína var hann skot- inn af hermanni og líkama hans stjakað með 15 feta langri stöng út í sjó, svo að veikina, sem hann kynni að bera með sér, gæti rekið frá landi. Öll Venezuela taldi að Paríaskag- inn væri dauðadæmdur, lifandi leg- höll, sem einn góðan veðurdag yxði opnuð á ný, þegar hinir dauðu væru fullrotnaðir og hættan um garð gengin. Á strönd Zrapa, sem var stráð líkum, var faðir Arnáiz Sellés að verki ásamt tveimur mönnum, við að reyna að koma líkunum í sjóinn. En það var byrjandi aðfall og sjór- inn var þegar þakinn af líkum. Presturinn, sem var um sextugt, var einn af þremur, sem þjónað höfðu á þessu svæði. Hinir tveir voru dánir, og hann var farinn að finna fyrstu sjúkdómseinkennin. Þessi lamandi sjúkdómur með kölduköstum sínum gerði menn svo máttfarna, að þeir líktust titrandi kjötflykki, og svo komu krampar, sem drógu þá smám saman í kuð- ung og réttu úr þeim aftur harka- lega, þegar dauðinn nálgaðist. En þeir höfðu fulla meðvitund til síð- ustu stundar. Presturinn starði út í þokumistrið á Paríaflóanum, suður á sundið, sem nefnist Slönguginið (Serpents Mouth), þar sem óshólmi Orinoco- fljótsins liggur í boga út í Paría flóann, sem skilur Trinidadeyjuna frá meginlandi Suður-Ameríku. Það var engu líkara en að gamli prestur- inn, sem setzt hafði að hjá fólkinu í Zarpa fyrir 35 árum síðan, ætti
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.