Úrval - 01.11.1965, Page 40

Úrval - 01.11.1965, Page 40
38 ÚRVAL og kastaði sér út í bardagann án þess að skeyta um nokkra hættu. Þeir, sem þekktu hann, sögðu síð- ar, að þeir hefðu trúað því, að hann hefði viljað falla, að hann hefði beinlínis leitað dauðans, en dauðinn hefði umflúið hann. Þegar styrjöldinni lauk, settist hann að í Marseilles, gerðist starf- andi læknir þar, og lagði einkum stund á að fullnuma sig í hitabeltis- sjúkdómum. Á hinu ríkmannlega heimili sínu hafði hann eigin rann- sóknarstofu til að rannsaka hita- beltissjúkdóma, því að það var metnaður hans að sækja um stöðu í Indochina, er hann teldi sig hafa öðlazt næga þekkingu á hitabeltis- sjúkdómum og lækningu þeirra. í Marseilles kynntist hann hinni fögru, tvítugu dóttur eins starfs- bróður síns, og enda þótt hún segði honum, að ef hann færi til Indó- china mundi hún ekki fylgja honum þangað, þar sem hún tæki franska menningu fram yfir hið frumstæða líf í Indochina, gekk Bougrat lækn- ir samt að eiga hana. Þau eignuð- ust eina dóttur, en svo, af einhverri óskiljanlegri ástæðu, lagðist hinn ó- venjulega heppni og vel stæði lækn- ir í dryggjuskap. Þrátt fyrir rækilega könnun franskra lækna, lögfræðinga, rit- höfunda og annarra á skjölum og vitnisburðum í leit að einhverri orsök þessarar skyndilegu breyting- ar á skapgerð Bougrats læknis, fannst engin ástæða. Hann blátt á- fram sneri sér að flöskunni og reik- aði daga og nætur frá einni vín- stofunni til annarrar. Læknisstarf hans fór í mola, skuldir hlóðust á hann, svo að kona hans yfirgaf hann og tók dóttur þeirra með sér. í stuttu bréfi, sem hún skildi eftir, sagði hún: „Þegar þú hættir að drekka og verður aftur eins og þú átt að þér, þá munum við koma til þín aftur.“ En Bougrat læknir hætti ekki að drekka. Hann jók drykkjuna og gerðist róni á götum Marseilles- borgar, ofsóttur af skuldheimtu- mönnum, sem að lokum tóku hönd- um saman og báru fram ákæru á hann. Hann var tekinn höndum fyrir vanskil og kastað í fangelsi. Sá eini, sem hélt tryggð við hann í Marseilles, var lögfræðingur hans og vinur, Stefani-Martin, sem skýrði prófessor Bougrat frá, hvernig kom- ið væri fyrir syni hans, enda þótt Baugrat læknir hefði beðið Stefani- Martin að segja ekki fjölskyldunni frá niðurlægingu hans. Prófessor Bougrat greiddi allar skuldir sonar síns, til þess að leysa hann úr fangelsinu, en örlögin höfðu lyft hendi sinni gegn Bougrat lækni. Hús hans hafði verið lokað mánuð- um saman, og faðir hans hafði sent hreingerningamenn til þess að hreinsa ryk og laga til í húsinu. Hreingerningamennirnir fundu raman þef í einu herberginu og fundu þar mjög rotið lík af manni, sem lögreglan komst fljótlega að raun um að var af bankaritara, sem hafði horfið fyrir nokkrum mánuð- um. Samkvæmt skjölum lögreglunnar hafði bankaritarinn tekið út stóra peningaupphæð af innstæðu sinni daginn sem hann hvarf, og þegar hann fannst í húsi Pierre Bougrats
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.