Úrval - 01.11.1965, Qupperneq 41
DÝ RLINGURINN FRÁ DJÖFLAEYJUNNI
39
læknis, var læknirinn tekinn úr
skuldafangelsinu og færður í aðal-
stöðvar lögreglunnar til yfirheyrslu
vegna hins dána manns.
„Ég myrti hann ekki,“ sagði Bou-
grat ákveðinn. „Ég skal skýra ykkur
nákvæmlega frá, hvað gerðist. Þessi
maður var sjúklingur minn, sem
hafði orðið fyrir áfalli í styrjöldinni,
og þurfti þess vegna að fá innspýt-
ingu vikulega. Þessar innspýtingar
hafði ég gefið honum um árabil.
Hann kom heim til mín til að
fá innspýtingu, sem ég gaf honum,
og svo fór hann. Snemma um kvöld-
ið kom hann aftur, illa á sig kominn.
Hann sagði mér, að það hefði verið
ráðizt á sig á götunni og rænt af
sér peningunum, og hann kæmi til
að leita hjálpar hjá mér. Ég gaf
honum inn lyf, og þar sem ég þurfti
að fara út, sagði ég honum, að hann
mætti leggjast á legúbekkinn í dag-
stofunni minni og hvíla sig.
Þegar ég kom aftur, löngu seinna,
lá hann enn á legúbekknum — hann
var dáinn. Ég óttaðist, að ég kynni
að verða sakaður um að hafa myrt
hann. Allir vissu að ég var stór-
skuldugur, svo að menn kynnu að
halda, að ég hefði rænt peningunum,
sem hann var með. Ég drap hann
ekki.“
Lögreglurannsókn fór fram, en
lögreglan gat ekki fundið neina
sönnun þess, að Bougrat hefði tek-
ið peningana. Ef Bougrat hafði
stoiið peningunum, hvað hafði hann
þá gert við þá? Það var þessi spurn-
ing, sem Stefani-Martin lögfræðing-
ur bar fram. Bougrat hafði vissulega
ekki haft neina peninga eftir morðið,
sem hann var sakaður um.
Fórnarlambið hafði dáið af
meiðslum á höfði, höfuðkúpan
brotnað, sennilega af barsmíðum
og ofsalegu höggi, var niðurstaða
saksóknarans.
Mundi Bougrat, ef hann hefði
myrt manninn, vera svo heimskur
að skilja líkið eftir á heimili sínu,
vitandi vel að það hlyti að finnast
þar að lokum? spurði Stefani-Mar-
tin. Saksóknarinn svaraði því til,
að Bougrat hefði að líkindum hugs-
að sér að flytja líkið á einhvern
annan stað og losa sig við það þar
að næturlagi, en sú ráðagerð hafi
farið út um þúfur, er hann var tek-
inn fastur fyrir vanskil.
Bougrat læknir var formlega á-
kærður fyrir morð og leiddur fyrir
sakamálaréttinn í Bouches-du-
Rhóne, þar sem hann sagði nákvæm-
lega sömu söguna, sem hann hafði
sagt lögreglunni í uphafi og hélt
því fast fram, að hann væri saklaus
af allri hlutdeild í dauða manns-
ins.
Réturinn trúði ekki sögu hans
og sakfelldi hann umsvifalaust. Eina
miskunnin, sem honum var sýnd
var sú, að dæma hann ekki undir
fallöxina, og það eingöngu sökum
þess, að hann kynni að hafa verið
haldinn einhverskonar drykkjuæði.
Hann var dæmdur í ævilangt fang-
elsi á Djöflaeyju, og er hann hafði
beðið flutnings í sex mánuði í fang-
elsinu í Marseilles, var hann, ásamt
öðrum handjárnuðum föngum, flutt-
ur í lest sakamannaskipsins, sem
halda skyldi til frönsku Guiana og
glæpamannanýlendunnar.
Það var breyttur maður sá Bou-
grat læknir, sem dróst í land á