Úrval - 01.11.1965, Page 45

Úrval - 01.11.1965, Page 45
DÍRLINGURINN FRÁ DJÖFLAEYJUNNI 43 tóku upp baráttuna og kröfðust þess ar réttur yrði skipaður til að rann- saka Bougartmálið og skera úr því á grundvelli dómsskjalanna frá 1925, hvort Bougrat læknir væri sekur eða ekki sekur. Því að jafnvel þegar Bougrat lá fyrir dauðanum, tók hann hönd konu sinnar, sem þekkti alla sögu hans, og um leið og hann gaf upp öndina hvíslaði hann: „Je suis inno- cent! Ég er saklaus!" GEIMRANNSÓKNIR GETA HJÁLPA.Ð TIL ÞESS AÐ LEYSA ÝMIS VANDAMÁL STÓRBORGANNA Sú vitneskja, sem fást mun með hjálp geimrannsókna og tilrauna, kann að leiða til þess, að hægt verður að framleiða öruggari bila og leysa þau geysilegu vandamál, sem skapast af reykmyndun og saur- gun andrúmslofts í borgum nútímans. Forstjóri Geimrannsóknarstofn- unar Bandaríkjanna ræddi slíkt nýlega á ráðstefnu, sem haldin var í Oakland i Kaliforníu og bar heitið „Geimurinn, vísindin og borgar- líf“. Vísindamenn á ráðstefun þessari ræddu aðferðir til Þess að láta framfarir í geimrannsóknum koma að notum í samgöngumálum og flutningatækni. Einnig voru ræddar leiðir til þess að notfæra sér slíkar upplýsingar í baráttunni gegn saurgun lofts og vatns í borgunum, og tengja þær ráðstöfunum viðvíkjandi holræsaúrgangi og öðrum almenn- um heilbrigðisráðstöfunum. Forstjórinn lýsti „sérstaklega hæfum fjöðrunarútbúnaði“ úr alumin- rörum, sem framleiddur hefur verið til þess að draga úr höggi því, sem vísindatæki hljóta að verða fyrir, er þau lenda á tunglinu. Það væri til stórbóta að hans áliti, ef hægt yrði að notfæra sér þessa nýju tækni í fjöðrunarútbúnaði fyrir bíla og önnur farartæki, því að þannig mætti mikið draga úr skemmdum og slysum af völdum árekstra. Hann áleit, að ef til vill myndi reynast mögulegt að útbúa sérstakan öryggis- sætaútbúnað fyrir bílfarþega líkt og geimfara. Útbúnaður Apollogeimfarsins, sem á að flytja fyrstu geimfarana til tunglsins, mun að sjálfsögðu verða margvíslegur og flókinn. Þar mun m.a. verða um að ræða kerfi til Þess að hreinsa loftið, sem geim- fararnir anda frá sér, svo að nota megi Það aftur og aftur. Svipuð kerfi mun verða um að ræða, hvað snertir vatnið, sem þeir drekka, og ráðstöfun úrgangs, er myndast. Forstjórinn sagði enn fremur: „Reyn- ist unnt að leysa vandamál þau, sem tengd eru við saurgun vatns og lofts og ráðstöfun úrgangsefna í för þriggja geimfara tii tunglsins, munum við að öllum líkindum jafnframt læra margt og mikið, sem mun geta komið að góðurn notum við lausn slíkra vandamála sem fyrir hendi eru í borgum okkar.“ Science Horizons
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.