Úrval - 01.11.1965, Qupperneq 46
Stundum snýst leikurinn við.
Veiðimaðurinn verður bráðin, og bráðin
veiðimaðurinn.
Einvígi við hákarl
Eftir Rodney Fox.
/vy var ósköp vesældar-
leg á svipinn, er ég
kvaddi hana klukkan
hálf sjö sunnudags-
morgun einn í des-
embermánuði árið 1963. Hún vænti
fyrsta barnsins okkar, og læknir-
inn hafði algerlega bannað henni að
fara með mér.
Nú óska ég þess, að bann læknis-
ins hefði einnig náð til mín. En
tveim tímum síðar stóð ég frammi
á kletti einum á Aldingaströnd, 35
mílum fyrir sunnan heimili okkar
í borginni Adelaide í Suður-Ástra-
líu. Ég hafði lagt svona snemma af
stað, vegna þess, að ég átti svo
langa leið fyrir höndum. Nú veitt-
ist mér tóm til þess að virða vand-
lega fyrir mér hin dökku mynztur
botngróðursins á kóralrifinu, sem
hallar út til hafsins og blágrænu
úthafsbylgjurnar skullu á.
Aldingarifið er sannkölluð Para-
dís sjávarins, iðandi sjávarfrum-
skógur, dásamlegt veiðisvæði fyrir
neðansjávarfiskimenn eins og mig,
sem kafa í djúpin með „skutulbyssu"
í hendi í leit að bráð sinni. Og þarna
biðum við nú morgun þennan,
fjörutíu talsins, biðum eftir því að
keppnisstj órinn blési í flautu sína
á mínútunni níu til merkis um, að
hin árlega suður-ástralska köfunar-
og skutulveiðikeppni skyldi hefjast.
við vorum allir klæddir í svartar
gúmmísundf itj ar á f ótum. Einnig vor-
um við með köfunargrímu, sem var
með stórum „glugga“ að framan,
stutta öndunarpípu, belti, klætt
blýi, og „skutulbyssu" í hendi.
Keppnin skyldi standa yfir í fimm
tíma, og sá sem færði dómurunum
í keppni þessari mestu veiðina inn-
an þess tíma, yrði sigurvegari. f
þeim úrskurði sínum studdust dóm-
arar keppninnar bæði við fjölda
hinna ýmsu fisktegunda, sem sig-
urvegaranum hafði tekizt að veiða,
og samanlagða þyngd aflans.
Ég átti góða möguleika á því að
sigra. Ég hafði sigrað í keppninni
1961—62 og hafði orðið annar í
röðinni næsta ár. Ég hafði lofað
Kay, að þetta skyldi verða síðasta
keppnin mín. Ég ætlaði mér að
sigra nú öðru sinni, gerast raun-
verulegur „meistari", og „setjast
svo í helgan stein“ með dýrðar-
baug um höfuð mér og skreppa
44
Readers Digest