Úrval - 01.11.1965, Síða 49
EINVÍGI VIÐ HÁKARL
47
beint fram, þá vinstri til þess að
halda jafnvæginu, en í þeirri hægri
hélt ég á skutulbyssunni, sem var
hlaðin stálskutli með króki á end-
anum. Ég lét mig líða varlega yfir
þangbrúskinn og bjóst til að hleypa
af. Mér hefði sjálfsagt tekizt að
skutla beint í tálkn' fisksins, en
Hverni get ég lýst hinni skyndi-
legu, algeru þögn? Ég fann hana
blátt áfram breiðast yfir allt, jafn-
vel niðri í þessari þöglu veröld. Ég
fann hið snögga algerlega hreyf-
ingarleysi allra lífvera, einkenni-
lega kennd, sem virtist á einhvern
undarlegan hátt vera skynjanleg
þarna langt niðri undir yfirborði
sjávarins. Síðan skall eitthvað risa-
vaxið utan í vinstri síðu mína með
ofsalegu afli og tók að draga mig
út á dýpið. Ég skildi ekki, hvað var
í rauninni að gerast.
Nú var „þetta“ tekið til að ýta
mér á ofsalegum hraða. Ég fann
til einkennilegrar ógleði. Þrýsting-
urinn á bak mitt og brjóst var ógur-
legur. Ég fann einkennilega kennd
breiðast út um hægri síðu mína,
líkt og innyflum mínum um vinstra
megin væri ýtt yfir í hægri hlið
mína. Ég hafði misst af mér köfun-
argrímuna og gat ekkert séð. Og það
var eins og einhver rykkti blátt
áfram skutulbyssunni úr hægri
hendi minni.
Þrýstingurinn á líkama minn
virtist vera að kæfa mig. Ég skildi
ekki, hvað var að gerast. Ég reyndi
að slíta mig lausan, en ég fann, að
líkama mínum var haldið föstum
líkt og í skrúfstykki. Smám saman
virtist heili minn taka að starfa
eðlilega, og um leið varð ég gripinn
ógurlegum viðbjóði, er ég gerði mér
grein fyrir því, hvernig málum var
háttað: hákarl hélt mér föstum í
gini sér.
Ég gat ekki séð skepnuna, en
hún hlaut að vera risavaxin. Tennur
hennar höfðu læstst um brjóst mér
og bak, og vinstri öxl mín stakkst
alveg ofan í háls henni. Og hún
ýtti mér á undan sér á geysilegum
hraða. Andlit mitt vissi niður.
Ég var sem lamaður af hryllingi,
en samt fann ég ekki til neinna
kvala. Ég fann enga ákafa tilfinn-
ingu nema þennan yfirþyrmandi
þrýsting á bak mitt og brjóst. Ég
teygði handleggina aftur fyrir mig
og fálmaði i kringum mig í leit að
haus ófreskjunnar. Ég vonaði, að
mér tækist að krækja úr henni
augun.
Skyndilega hætti þrýstingurinn
á brjóst mitt líkt og fyrir krafta-
verk. Skepnan hafði losað um tak
sitt. Ég reigði mig aftur á bak til
þess að slíta mig lausan, en hægri
armur minn fór þá beint upp í kjaft
skepnunnar.
Nú fann ég slíkar kvalir sem ég
hafði hingað til ekki getað ímynd-
að mér að til væru. Logandi kvala-
köst virtust vera að tæta allan lík-
ama minn í sundur. Og er mér tókst
að slíta handlegginn lausan og losa
þannig um tak tanna skepnunnar,
sem voru hvassar sem sagarblöð,
flæddu kvalabylgjur yfir mig. En
mér hafði samt tekizt að losa mig.
Ég barðist um og sparkaði, þangað
til mér tókst að komast upp á yfir-
borðið. Högg mín og spörk lentu
hvað eftir annað á skrokki skepn-
unnar. Að lokum gat ég teygt höf—