Úrval - 01.11.1965, Qupperneq 50

Úrval - 01.11.1965, Qupperneq 50
48 ÚRVAI uðið upp fyrir yfirborðið og teygaði að mér loftið sem óður væri. Ég vissi að hákarlinn kæmi á eftir mér til þess að sækja mig. Uggi straukst við sundfitjar mínar og svo snertu hné min skyndilega hrjúfan skrápinn. Ég greip utan um hann með báðum örmum og vafði hand- leggjum og fótleggjum utan um ó- freskjuna og vonaði, að þannig tæk- ist mér að komast undan kjafti hennar. Og einhvern veginn tókst mér að svelgja í mig loft einu sinni enn. Svo héldum við niður á við, djúpt niður. Ég dróst eftir klettunum á botninum. Nú hristi skepnan mig ofsalega til. Ég neytti ýtrustu krafta til þess að ýta mér frá henni. Ég varð að komast upp á yfirborðið aftur. Enn á ný tókst mér að anda að mér lofti. En sjórinn umhverfis mig var allur rauður af blóði —blóði mínu. Hákarlinn kom upp á yfir- borðið nokkrum fetum frá mér og velti sér á hliðina. Andstyggilegur skrokkur hans var eins og stór trjá- bolur, ryðlitaður með risavöxnum eyruggum. Risavaxinn, keilumynd- aður hausinn var kunnuglegur. Þetta var hvíti hákarlinn. Þetta var sjálf- ur hvíti dauðinn! Hann tók að synda hægt í áttina til mín. Ólýsanleg skelfing gagntók mig allan. Hún magnaðist af þeirri vissu, að þessi hryllilega ófreskja, væri alger ofjarl minn. Ég var einn míns liðs í átthögum ófreskjunnar. Hér var það hákarlinn, sem ákvað leikreglurnar. Ég var ekki lengur vátryggingarsölumaður í Adelaide. Ég var bara einhver iðandi matar- biti, eitthvað, sem hákarlinn mundi gleyma, jafnvel áður en hann væri búinn að melta það. Ég vissi, að hákarlinn mundi ráð- ast á mig að nýju og ég mundi deyja kvalafullum dauða, þegar að því kæmi. Ég gat aðeins beðið. Ég bað stuttrar bænar fyrir Kay og ó- fædda barninu okkar. Svo sá ég mér til mikillar furða, að skepnan sveigði til hliðar, ein- mitt rétt áður en hún náði til mín, og ávalur bakugginn, sem teygði sig upp fyrir yfirborðið, breytti um stefnu og sveigði burt frá mér. Svo fór fiskiflothylkið mitt á harða- sprett eftir yfirborðinu. Línan, sem hafði verið slök, tók nú að toga í beltið mitt, er stríkkaði á henni. Hún togaði mig fram á við og niður fyrir yfirborðið enn einu sinni. Rétt áður en hákarlinn komst að mér, hafði hann glefsað í flot- hylkið í stað mín og hafði flækt sig í línunni. Ég reyndi að losa af mér blýbeltið, sem línan var fest við, en handleggirnir vildu ekki hlýða fyrirskipunum mínum. Nú þutum við áfram með miklum hraða. Hákarlinn var þegar búinn að teyma mig 30 eða 40 feta vegalengd neðan- sjávar. Vinstri hönd mín fálmaði enn máttlítil við öryggislásinn á beltinu. Vissulega á það ekki fyrir mér að liggja að drukkna núnal Þessari hugsun skaut sem leiftri upp í huga mér. Og síðan gerðist krafta- verkið loksins: línan slitnaði skyndi- lega, og nú var ég frjáls að nýju. Mér er sagt, að þegar höfði mínu skaut upp úr yfirborðinu, hafi ég æpt eitt orð í sífellu og ekkert ann- að: „Hákarl! Hákarl!“ það
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.