Úrval - 01.11.1965, Side 55
DAGBLÖÐ SEM DÓMARAR
53
þess að lýsingin á innbrotsþj ófnum
kom að nokkru leyti heim við hann.
Foster var færður til Jefferson,
og þegar frú Drake sá hann, kvað
hún hann vera innbrotsþjófinn.
Blöðin birtu grátklökka lýsingu á
því, þegar hin harmþrungna ekkja
spurði Forster: „Hvers vegna myrt-
ir þú manninn minn?“ Blöðin gátu
þess einnig, að Forster hefði áður
verið dæmdur fyrir rán, en létu
það ósagt, að hlutdeild hans í rán-
inu hefði verið lítilfjörleg og að
hann hafði hlotið vægan dóm.
Skömmu síðar komu blöðin með
nýjar „sannanir". Samfangi Forst-
ers skýrði frá því, að hann hefði
játað fyrir honum að hafa myrt
mann í Jefferson. Blöðin voru þann-
ig búin að fá nægar „sannanir“
fyrir afbroti hans, en hinsvegar
hirtu þau ekki um að athuga, hvort
samfanginn segði satt eða væri að-
eins að koma sér í mjúkinn hjá
yfirvöldunum.
Málið kom fyrir rétt og verjandi
Forsters leiddi vitni, sem héldu því
fram, að hann hefði verið staddur
í Gainesville hjá vinum sínum sama
kvöldið og morðið var framið í
Jefferson. En framburður frú Drake
og „játningin", sem samfanginn
sagði að Forster hefði gert sann-
færðu kviðdóminn. Forster var sek-
ur fundinn og dæmdur til dauða.
Þá gerðist óvæntur atburður.
Nokkrir borgarar, sem trúðu á sak-
leysi hans, hófu fjársöfnun til þess
að unnt væri að áfrýja til æðri dóm-
stóla. Áfrýjunin tók tvö ár, en á
því tímabili vildi svo til að hinn
raunverulegi morðingi náðist og ját-
aði á sig glæpinn, en Forster var
látinn laus.
En jafnvel þó að ótímabær blaða-
skrif hafi ekki eins. alvarlegar af-
leiðingar og í Forstermálinu, þá
geta þau valdið miklum þjáningum
og ranglæti. Fyrir nokkrum árum
réðist maður vopnaður hníf á stúlku
eina og kunningja hennar í
skemmtigarði í San Francisco. Pilt-
urinn var bundinn og keflaður, en
síðan nauðgaði árásarmaðurinn
stúlkunni og misþyrmdi henni á
ýmsan hátt. Stúlkan gat virt mann-
inn vel fyrir sér og það sem ein-
kenndi hann mest voru tennurnar,
sem voru mjög framstæðar og líkt-
ust raunar vígtönnum. Nokkrum
dögum síðar handtók lögreglan
tuttugu og þriggja ára gamlan mann,
sem hún hafði grunaðan um að hafa
framið glæpinn, en þessi maður
hafði áður komizt í kast við réttvís-
ina. Hann hafði ekki framstæðar
tennur og neitaði öllum sakargiftum,
en þegar hann var leiddur fyrir
stúlkuna, sem var í sjúkrahúsi, þótt-
ist hún þekkja hann. „Það er hann!“
höfðu blöðin eftir stúlkunni og not-
uðu setninguna í stórar fyrirsagnir,
en auk þess skýrðu þau frá ýms-
um sönnunargögnum, sem fundizt
höfðu heima hjá hinum grunaða,
en það voru meðal annars, hefti-
plástur, skæri, brennsluspíritus og
vaselin. „Þessir algengu hlutir hafa
mikla þýðingu í þessu máli,“ stóð
í einu blaðinu, „því að árásarmaður-
inn notaði heftiplástur til þess að
binda fórnardýr sín með og hafði
auk þess meðferðis tösku með ýms-
um lyfjum.“
Blöðin lögðu mikla áherzlu á