Úrval - 01.11.1965, Síða 55

Úrval - 01.11.1965, Síða 55
DAGBLÖÐ SEM DÓMARAR 53 þess að lýsingin á innbrotsþj ófnum kom að nokkru leyti heim við hann. Foster var færður til Jefferson, og þegar frú Drake sá hann, kvað hún hann vera innbrotsþjófinn. Blöðin birtu grátklökka lýsingu á því, þegar hin harmþrungna ekkja spurði Forster: „Hvers vegna myrt- ir þú manninn minn?“ Blöðin gátu þess einnig, að Forster hefði áður verið dæmdur fyrir rán, en létu það ósagt, að hlutdeild hans í rán- inu hefði verið lítilfjörleg og að hann hafði hlotið vægan dóm. Skömmu síðar komu blöðin með nýjar „sannanir". Samfangi Forst- ers skýrði frá því, að hann hefði játað fyrir honum að hafa myrt mann í Jefferson. Blöðin voru þann- ig búin að fá nægar „sannanir“ fyrir afbroti hans, en hinsvegar hirtu þau ekki um að athuga, hvort samfanginn segði satt eða væri að- eins að koma sér í mjúkinn hjá yfirvöldunum. Málið kom fyrir rétt og verjandi Forsters leiddi vitni, sem héldu því fram, að hann hefði verið staddur í Gainesville hjá vinum sínum sama kvöldið og morðið var framið í Jefferson. En framburður frú Drake og „játningin", sem samfanginn sagði að Forster hefði gert sann- færðu kviðdóminn. Forster var sek- ur fundinn og dæmdur til dauða. Þá gerðist óvæntur atburður. Nokkrir borgarar, sem trúðu á sak- leysi hans, hófu fjársöfnun til þess að unnt væri að áfrýja til æðri dóm- stóla. Áfrýjunin tók tvö ár, en á því tímabili vildi svo til að hinn raunverulegi morðingi náðist og ját- aði á sig glæpinn, en Forster var látinn laus. En jafnvel þó að ótímabær blaða- skrif hafi ekki eins. alvarlegar af- leiðingar og í Forstermálinu, þá geta þau valdið miklum þjáningum og ranglæti. Fyrir nokkrum árum réðist maður vopnaður hníf á stúlku eina og kunningja hennar í skemmtigarði í San Francisco. Pilt- urinn var bundinn og keflaður, en síðan nauðgaði árásarmaðurinn stúlkunni og misþyrmdi henni á ýmsan hátt. Stúlkan gat virt mann- inn vel fyrir sér og það sem ein- kenndi hann mest voru tennurnar, sem voru mjög framstæðar og líkt- ust raunar vígtönnum. Nokkrum dögum síðar handtók lögreglan tuttugu og þriggja ára gamlan mann, sem hún hafði grunaðan um að hafa framið glæpinn, en þessi maður hafði áður komizt í kast við réttvís- ina. Hann hafði ekki framstæðar tennur og neitaði öllum sakargiftum, en þegar hann var leiddur fyrir stúlkuna, sem var í sjúkrahúsi, þótt- ist hún þekkja hann. „Það er hann!“ höfðu blöðin eftir stúlkunni og not- uðu setninguna í stórar fyrirsagnir, en auk þess skýrðu þau frá ýms- um sönnunargögnum, sem fundizt höfðu heima hjá hinum grunaða, en það voru meðal annars, hefti- plástur, skæri, brennsluspíritus og vaselin. „Þessir algengu hlutir hafa mikla þýðingu í þessu máli,“ stóð í einu blaðinu, „því að árásarmaður- inn notaði heftiplástur til þess að binda fórnardýr sín með og hafði auk þess meðferðis tösku með ýms- um lyfjum.“ Blöðin lögðu mikla áherzlu á
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.