Úrval - 01.11.1965, Blaðsíða 59

Úrval - 01.11.1965, Blaðsíða 59
LESBÍANS 57 sexual) konur, sem dvelja á geð- sjúkrahúsum eða eru undir geð- læknismeðferð, heldur um hinar venjulegu, og að öðru leyti eðli- legu en kynvilltu konur (lesbians). Þær konur, sem hafa sitt starf, sína vini, ef til vill eiginmann og fjölskyldu og eru ranuverulega að engu leyti frábrugðnar öðrum kon- um, nema á þessu eina sviði, svo að jafnvel þeirra nánustu er ókunn- ugt um þessa tilhneigingu þeirra. Ég ætla að segja frá minni eigin reynslu, vina minna og kunningja. í fyrsta lagi, hvað er kynvillt kona? Samkvæmt minni skýrgrein- ingu er það „kona, sem aðeins get- ur náð djúlægu tilfinningasambandi við aðrar konur.“ Það þarf ekki að koma algerlega í veg fyrir líkam- legt, félagslegt eða vináttusamband við karlmenn. Bæði í ræðu og riti heyrist oft, að kynvilltar konur „hræðist karlmenn11 eða „hræðist kynferðismálin". Slíkt á sér engan stað. Margar kynvilltar konur eru, eða hafa verið giftar, og enn fleiri hafa verið í tygjum við karlmenn. Hvernig má slíkt vera, fyrst það eru þeirra eigin kynsystur, sem vekja hjá þeim tilfinningahitann? Svarið verður: utanaðkomandi áhrif og þrýstingur. Þrýstingur frá fjölskyld- um þeirra, samfélaginu, skilnings- sljóum biðlum og hinni látlausu einm anakennd. „Ég vissi, að ég var svona,“ segja þær stundum, „en ég hélt að ég mundi breytast í hjóna- bandinu." Eða„ ég vissi það ekki.“ Ein kona sagði blátt áfram: „Ég var gift í sex ár. Við vorum nokk- urn veginn hamingjusöm, en þá kynntist ég konu. Og þá var eins og ég vaknaði af værum svefni.“ Hvernig getur það átt sér stað, að kona komist á giftingaraldur, án þess að hafa gert sér grein fyrir að hún sé kynvillt? í landi eins og okkar (Bretlandi), þar sem litið er á vanþekkingu í kynferðismálum og hreinlífi sem dyggðir hjá stúlkum, er það ekkert furðulegt. Feðurnir kunna að verða órólegir, ef synir þeirra eru ekki farnir að líta á stúlk- urnar á sextán og seytján ára aldri, en það eru allar líkur til að báðum foreldrunum sé það mikill léttir, ef dætur þeirra sýna engin merki þess að þær gefi hinu kyninu auga. Svo hlálegt sem það er, þá eru það sjálfir foreldrarnir, sem segja: „Guði sé lof, að við höfum engar slíkar á- hyggjur af henni dóttur okkar“, sem líklegastir væru til að bregð- ast grimmúðuglega við gagnvart henni, ef þeir kæmust að því, að hún væri haldin kynvillu. En margar kynvilltar konur vita þegar á unga aldri, hvernig þeim er farið, án þess þó, ef til vill, að gera sér grein fyrir þýðingu þess, fyrr en miklu síðar. Sem barn var ég mjög drengjaleg, og var mér allt- af meðvitandi um einhvern óljósan „mismun“, allt frá fimm ára aldri. Og á síðustu unglingsárum mín- um var ég hálft í hvoru að búast við að verða fvrr eða síðar ástfangin af pilti. En það var nú síður en svo. Ég varð ástfangin af öðrum konum, aldrei karlmönnum. Ég skildi að karlmenn eru mjög mikilsverðir í félagslegu tilliti, og af ráðnum hug reyndi ég að ná tangarhaldi á þess- um sigurtáknum. Stundum tókst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.