Úrval - 01.11.1965, Síða 60
58
ÚRVAL
tókst mér það, en þegar ég svo var
búin að vinna þá, fannst mér ein-
hvern veginn þeir ekki vera þess
virði að gera sér far um að halda
í þá. Með hörkulegri samvizkusemi
reyndi ég að sofa hjá þeim, til þess
að vita hvort það gæti opnað mér
dyrnar, en þær fáu og skammvinnu
tilraunir reyndust langt fyrir neð-
an það, sem ég í barnaskap mínum
hafði vænzt. Ég verð að vera svo
hreinskilin að bæta því við, að aðrar
kynvilltar konur hafa sagt mér, að
þær hafi haft betri árangur af slík-
um tilraunum!
Hvernig bregzt kynvillt kona við
því, þegar hún kemst að raun um
ástand sitt Það er svo einstaklings-
bundið að um það er ekki hægt að
setja fram neina reglu. Það er kom-
ið undir svo mörgum breytilegum
þáttum, svo sem uppeldi, lundarfari,
trúarbrögðum o. fl. Hún kann að
finna til sektar, eða sneypu eða
fyllast þrjósku eða henni finnst
það forréttindi, galli, eða yfirburðir.
Sennilegast verður það sambland
af öllum þessum þáttum, þar sem
einn eða fleiri þeirra verða yfir-
gnæfandi á mismunandi tímum eftir
ástæðum. Algengt er, að þær finni
til léttis. „Skyndilega féll allt í
réttar skorður. Ég vissi hvernig
ég var, og hvað það var, sem að mér
hafði verið.“ Áður höfðu þær verið
að reyna að samhæfa sig lífsvenjum,
sem allar komu í bága við tilfinn-
ingar þeirra, en nú féll allt í ljúfa
lögð, og þær gátu hafizt handa um að
sigrast á þeim erfiðleikum, sem
þessu fylgdu.
Hverjir eru þessir erfiðleikar og
eru þeir hinir sömu og hjá kynvillt-
um karlmönnum? Að því undan-
skildu, hve karlmenn eru augljós-
lega verr settir lagalega, eru mörg
vandamálin hin sömu. Fyrst og
fremst leyndin. „Ég þyrði með engu
móti að segja fjölskyldu minni frá
því.“ Þar næst einmanaleikinn. „Ég
virðist vera sú eina í þessum lands-
hluta.“ Á yfirborðinu, að minnsta
kosti, virðast konur ekki haldnar
þeim sterku líkamlegu fýsnum, sem
oft koma karlmönnum í vandræði
og jafnvel leiða þá út í saurlifnað.
Hins vegar virðast manni félags-
legar hömlur hvíla á karlmönnum,
svo að þeir eiga auðveldara með að
komast í samband við kynbræður
sína. Mér er kunnugt um aðeins ör-
fáar „gleði“ knæpur, þar sem kyn-
villtir karlmenn koma saman, en
alls enga sem sýnilega er eingöngu
fyrir konur.
Annað atriði, sem mönnum sést
oft yfir, en sem ég held að valdi
því, að kynvilltar konur búi yfir
sterkari andlegum tilfinningum en
karlar, er það, að hin kynvillta kona,
sem lifir ógift, hafnar algerlega
hlutverki konunnar frá örófi alda.
í sjálfu orðinu „kvenmanni" felst
merkingin „með manni“ („woman
=with man“), og með því að taka
sitt eigið kyn fram yfir hitt kynið,
er hún að þrjózkast gegn hinni úr-
eltu hugmynd um hið eina og rétta
hlutverk konunnar. Að vera ein-
hleypur fyrir ill örlög, og að vera
það af eigin hvötum er sitt hvað.
Einnig er skylt að geta þess, að
kynvilltar konur búa stundum yfir
sterkum móðurtilfinningum, og
sakna þess að eiga engin börn.
Er til nokkur lækning við kyn-