Úrval - 01.11.1965, Page 66

Úrval - 01.11.1965, Page 66
04 URVAL Menntun framkvæmdastjórans fer eftir því, hvers eðlis fyrirtækið er, en menntun embættismannsins, sem ráðuneytið hefir til umsjónar, þarf eigi að breytast við tilkomu hins nýja fyrirtækis með sérstökum f ramkvæmdastj óra. Tækniþróun síðustu ára hefir orð- ið mjög ör og virðist fara hrað- vaxandi. Við það hefir orðið mik- ill vöxtur í margs konar fyrirtækj- um bæði ríkisins og í einkarekstri. Kemur þá fram hættan á því, að fyrirtæki vaxi yfir höfuð forstjóra sínum. Hann þarf þá að geta sýnt þá skipulagshæfileika, að fyrirtæki hans fylgist með eðlilegum vexti, svo að vöxturinn tálmist ekki. Hann þarf að kunna þá list að láta aðra vinna fyrir sig þau verk, sem hann kemst ekki lengur yfir sjálfur, en beina störfum sínum meira í þá átt að fylgjast með störfum ann- arra og sjá til að þau verði vel af hendi leyst. Hann þarf að skipu- leggja framkvæmdastjórn fyrirtæk- isins þannig, að eigi sé aðeins dag- legum rekstri borgið eins og hann er í dag, heldur og eins og hann þarf að vera á næstu árum. Hann þarf því að koma sér upp áætlana- deild við fyrirtækið, er gerir út- reikninga um vöxtinn frá ári til árs og um áratugi og síðan þarf hann að efna til rannsókna á því, hvers sé þörf í framtíðinni og hvernig full- nægja megi vaxandi þörfum og nýj- um þörfum. Kemur þá að því, að framkvæmdastjóri þarf að ráða til sín aðstoðarmenn með sérþekkingu tæknilega, raunvísindalega eða við- skiptalega, eftir því á hvaða sviði fyrirtækið starfar. Verður þetta til þess að verkaskipting kemst á innan framkvæmdastjórnarinnar. Þar koma til yfirmenn deilda með mis- munandi sérmenntun, sem fram- kvæmdastjóri er settur yfir, en eru honum til nauðsynlegrar leiðbein- ingar um viðgang fyrirtækisins. Þessir yfirmenn sérdeildanna þurfa oft og einatt að starfa sjálfstætt á sínu sérsviði og jafnvel að ráða sjálfir verkefnum sínum í þágu fyrirtækisins, enda þótt fram- kvæmdastjórinn sé yfir þá settur. Hér verður eigi rakin þessi deilda- skipting nánar, en einkum að því spurt, hver eigi að vera menntun framkvæmdastjórans sjálfs. Sé fyrirtækið aðallega tæknilegs eðl- is í byggingu og rekstri eins og t.d. Rafmagnsveitur ríkisins, Vega- gerð ríkisins, hafnarframkvæmdir, sementsverksmiðja, vélsmiðja o.fl., tel ég víst, að verkfræðileg mennt- un á tilheyrandi sviði sé sú mennt- un, sem drýgst verður til góðs á- rangurs. Enda hefir sú raun á orð- ið, að forstjórastöður þeirra fyrir- tækja, sem nefnd voru, hafa hjá okkur verið skipaðar verkfræðing- um. Kemur þá menntun þeirra að mestum notum embætismanni þeim, sem yfir er settur í ráðuneyti eða ráðherranum. Sé fyrirtækið fyrst og fremst á sviði verzlunar, tel ég víst, að til- heyrandi verzlunarmenntun, við- skipta- og hagfræði verði notadrýgst á samsvarandi hátt og á ég þá við háskólamenntun eða ígildi hennar. Ef fyrirtæki verður svo stórt, að forstjórinn getur ekki sjálfur fylgzt með öllum daglegum rekstri, held- ur þarf að hafa til aðstoðar yfir-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.