Úrval - 01.11.1965, Qupperneq 75

Úrval - 01.11.1965, Qupperneq 75
FEODOR DOSTOJEVSKY 73 að losa sig úr skuldum, en það blés ekki byrlega fyrir honum í því efni. Hann var ekki lengur eftir- læti bókmenntaunnenda, heldur gerðu þeir gys að honum. Þegar Dostojevsky hafði verið gerður útlægur úr einum áhuga- mannahópnum, var eðlilegt að hann leitaði halds og trausts hjá öðrum. Hópurinn, sem hann valdi sér var umbótahreyfing, sem um þessar mundir hélt leynilega umræðufundi um tvö stórmál: afnám þeirra hafta, sem stj órnarvöldin höfðu sett á mál- frelsi manna og lausn þrælanna úr ánauð. Þessi baráttumál bæði höfðu mikil áhrif á Dostojevsky, hið fyrra vegna þess að hann var rithöfund- ur, og hið síðara sökum reynslu hans af þrælahaldinu á búgarði föður hans. Stj órnarvöldin voru alltaf á varð- bergi gagnvart slíkum hreyfingum og njósnarar leynilögreglunnar fylgdust með öllu sem gerðist á fundunum. Á einum slíkum fundi talaði Dostojevsky óvarlega um bændaánauðina og mátti jafnvel skilja orð hans sem byltingaráróð- ur. Afleiðingin varð sú, að hann var handtekinn ásamt tuttugu og ein- um félaga sínum. Það var 23 apríl 1849. Það var þessi hópur, sem beið aftökunnar á Semyonovskytorginu í Pétursborg 22. desember sama ár. Á jóladag lögðu hinir náðuðu menn af stað til borgarinnar Omsk, þar sem þeir áttu að sitja í fang- elsi. Dostojevsky lýsir hinni hrylli- legu reynslu, er hann varð fyrir í fangelsinu, í bókinni Hús dauðans, sem kom.út árið 1860. Hann sat fjögur ár í fangelsi, en þá tók við útlegðardómur, sem hann varð að afplána í borginni Semipalatnisk. Dostojevsky gekk í herinn sem óbreyttur hermaður til þess að hafa ofan af fyrir sér. (Hann hafði verið sviptur öllum hernaðarmetorðum og aðalstign sinni, þegar hann var dæmdur.) Hann fékk leyfi yfir- manns síns til að búa í einkaíbúð, og umboðsmaður stjórnarinnar í Síberíu, Wrangel barón, reyndist honum vinveittur og létti honum erfiðleika útlegðaráranna á marg- an hátt. Hann byrjaði að skrifa Hús dauðans og varð um svipað leyti ástfanginn af Maríu Issayer, sem var gift liðsforingja einum. Ást þeirra var gagnkvæm. María missti mann sinn árið 1857 og þá giftist hún Dostojevsky. Árið 1858 var útlegðartímabilinu lokið og Dostojevsky fékk leyfi til að setjast að í Pétursborg. Hann lauk við Hús dauðans, sem birtist fyrst í tímaritinu Vremyja. Kona hans var nú orðin veik af berklum og fór aftur heim til Sí- beríu. Dostojevsky lagði hinsvegar upp í fyrstu utanlandsför sína 1862 og ferðaðist til Parísar, London og Genf. Árið eftir hélt hann til Róma- borgar, Þýzkalands og Danmerkur. Dostojevsky var í sömu fjárhags- vandræðunum og áður. Kona hans var eignalaus og hann varð að sjá fyrir henni í veikindum hennar. Hann fór nú að spila fjárhættuspil til þess að reyna að auka tekjur sínar. Þegar hann var staddur í Wiesbaden, þóttist hann hafa fund- ið upp öruggt kerfi til að vinna í spilavítinu. Fyrsta kvöldið græddi hann 10 þúsund franka og kvöldið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.