Úrval - 01.11.1965, Page 81

Úrval - 01.11.1965, Page 81
KELTNESKI ÞJÓÐFLOKKURINN 79 Þeir voru hávaxnir og var því gjarnt að líta niður á Rómverjana, sem voru fremur riðvaxnir; þeim lá djúpt rómur og hann lét illa í eyrum Miðjarðarhafsbúanna. í inn- byrðis viðræðum voru þeir kjarn- yrtir og myrkir í máli, raupsamir og hvassyrtir í garð annarra. Líkt og karlmennirnir voru keltneskar konur hávaxnar, hugrakkar og fríðar sýnum; en innbyrðis kynferð- ismök hermannanna ollu nokkurri hj ónabandsvanrækslu. Hinar köflóttu buxur Keltanna vöktu athygli hinna buxnalausu Grikkja og Rómverja, og sömuleið- is hinir áberandi litir, sem skreyttu skyrtur þeirra og skikkjur, og voru bæði litaðir og ísaumaðir. Sérkenni- legasti skrautgripur þeirra var hálsspennan (torc), undinn háls- hringur, oft úr gulli, sem ágæt ein- tök hafa oft fundizt af í Bretlandi og Evrópu, og sem oft sjást á högg- myndum. Algengasta gerð þeirra var hol málmpípa með vönduðum skrauthnúð á endanum, sem náðu næstum því, en þó ekki alveg sam- an. Ágætustu og fegurstu eintökin hafa fundizt í gröfum kvenna frá 5. og 4. öld fyrir Krist, en hermenn báru þá í bardögum, og helgimyndir af ættflokkaguðum báru slíka hringi um hálsinn. Gullarmbönd og fingur- gull voru algengir skartgripir; og á nælum til að halda saman skikkj- um eru sýnd stílfærð manns- og fuglsandlit, gerð úr látúni. Sumar hinna greinabeztu frá- sagna af Keltum eru samkvæmt lýsingum sjónarvotta af bardögum, sem hið vaxandi rómverska veldi háði við nágranna sína í norðri, eða er það taldi nauðsynlegt að reka af höndum sér innrásir ósiðmenntra þjóða. Árið 225 f. Kr. nálgaðist 70000 manan her, að því er talið var, sjálfa Rómaborg yfir Etrúríu, en var stöðvaður og sigraður við Telamon. Hermenn þeirra ættflokka, sem um það leyti voru setztir að á norðan- verðri Ítalíu, klæddust buxum og léttum skikkjum, en málaliðar, sem höfðu verið sóttir norðan yfir Alpa- fjöllin, og fóru í broddi fylkingar í fremstu víglínu, báru aðeins arm- bönd og hálshringa, hvorttveggja úr skíru gulli. Polybius getur þess til, að Gaesatharnir, eða nöktu her- mennirnir, hafi afklæðzt fötum sín- um til þess að þau yrði þeim ekki til trafala í kjarrinu, sem þeir höfðu tekið sér stöðu í. Til allrar óham- ingju varð hið ágæta og ógnvekjandi útlit fremstu víglínunnar þeim til lítils hagnaðar, því að þegar hinir þaulæfðu rómversku kesjumenn gengu fram til að kasta kesjum sínum, reyndist Keltunum í bak- sveitunum nokkur vörn í buxum sínum og skikkjum, en framsveit- unum „reyndist nekt þeirra til tjóns og því hávaxnari sem þeir voru, því meiri líkur voru til þess, að skotvopnin hæfðu í mark.“ En jafnvel hinir hyggnari Keltar frá Norður-Ítalíu voru engir jafnokar rómversku hersveitanna; sverðum þeirra hætti til að bogna í höggi, og þar sem þau voru ónothæf, þar til þau höfðu verið rétt með því að stíga á þau, veitti Rómverjum óhjá- kvæmilega betur í návígi. Að lok- um tvístraði riddaralið keltnesku reiðmönnunum og brytjaði niður fótgönguliðið.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.